Ganga á Reynisfjall.

1. og 2. bekkur gekk í dag frá Víkurskóla yfir Reynisfjall og að sveitabænum Reyni. Þetta var skemmtileg ganga með fullt af áskorunum. Það er á brattann að sækja þegar lagt er af stað en þegar upp er komið þá er útsýnið svo fallegt að allir þreyttir vöðvar endurnýja orku sína. Við stoppuðum við Reyniskirkju og sáum þar fuglshreiður sem þurfti að gæta vel að. Þar heyrðu nemendur einnig söguna um Kirkjusmiðinn á Reyn en eftir sögustund gengum við áfram að Reyni og fengum þar drykk, skúffuköku og ávexti. Við þökkum þeim Bergþóru og Ólafi fyrir góðar móttökur. Skólabíllinn sótti okkur svo og keyrði til baka. Fullkomin ferð í vorblíðunni.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is