Göngum í skólann.

Víkurskóli er hluti af verkefninu Heilsueflandi grunnskóli þar sem markvisst er unnið að heilsueflingu í starfi. Í því felst meðal annars að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Miðvikudaginn 8. september s.l. hófst verkefnið „Göngum í skólann“. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til þess að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla, hvort sem það er að ganga, hjóla eða annað.
Af því tilfefni voru nemendur skólans kallaðir á sal þar sem verkefnið var útskýrt. Fáni heilsueflandi grunnskóla var svo dreginn að húni, en hann markar velgengni okkar í verkefninu. Að því loknu fóru nemendur skólans saman út á íþróttavöll og hlupu í skarðið.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is