Háskóli Íslands í heimsókn

Háskólalestin kom í heimsókn í Víkurskóla þann 4. maí s.l. Að þessu sinni gátu nemendur í 5.-10. bekk valið úr fimm smiðjum, efnafræði, eðlisfræði, japönsku, forritun og sjúkraþjálfun. Hver smiðja var 90 mínútur að lengd og allir gátu valið sér þrjár smiðjur. Nemendur úr Kirkjubæjarskóla komu að þessu tilefni í heimsókn og tóku þátt. Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr verkefninu Háskóli unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, og jafnvel leikskólabörn og framhaldsskólanemendur. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Frábær viðburður í skólastarfinu og skemmtileg tenging þessara skólastiga.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is