Haustlitaferð Víkurskóla

Allir nemendur og starfsfólk Víkurskóla fóru í árlega haustferð 8. september. Að þessu sinni var farið í vettvangsferð og berjamó upp í Hafursey. Veðrið var ágætt og allir nutu dásamlegrar útivistar. Sumir týndu alveg helling af berjum en aðrir borðuðu þau á staðnum. Markmið svona vettvangsferðar er fjölþætt og kemur inn á mjög marga þætti í áherslum Víkurskóla. Nemendur læra um náttúru nærumhverfisins og hvernig ber að umgangast hana sem er partur af Jarðvangsskólanum, nemendur blandast þvert á aldur í skemmtilegri samveru sem er það sem þau sjálf hafa óskað eftir og svo síðast en ekki síst er svona ferð mikilvæg fyrir Heilsueflandi skólastarf.

 

Fleiri Myndir

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is