Heimsókn frá Heimili og skóla.

Fimmtudaginn 21. september komu þær Bryndís Jónsdóttir og Eyrún Eva Haraldsdóttir sérfræðingar samtakanna Heimilis og skóla til okkar í Víkurskóla. Þær voru með fræðslu fyrir nemendur í 5.-10. bekk, og alla starfsmenn.  Síðdegis var fræðslufundur fyrir foreldra og var hann mjög vel sóttur. Þær stöllur fræddu um ábyrga notkun á netinu og hvað ber að varast þar og fóru vel yfir mikilvægi öflugs og góðs foreldrasamstarfs. Stjórn foreldrafélagsins sá um veitingar. Afskaplega vel heppnuð heimsókn en þessi viðburður er samstarfsverkefni Skólaráðs og Foreldrafélags Víkurskóla.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is