Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands bauð nemendum á tónleika.
/in frettir /by VikurskoliÞann 9. maí sl. fóru nemendur í 1.-6. bekk á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. Tónleikarnir voru sameiginlegir með nemendum Kirkjubæjarskóla og fóru tónleikarnir fram í Kirkjuhvoli. Sannarlega frábært framtak og gaman að okkar nemendur fái að upplifa slíkan menningarviðburð og sjá sinfóníuhljómsveit á sviði. Dagskráin var að sjálfsögðu miðuð við aldur nemenda og í lokin sungu allir Á sprengisandi en það var einmitt ósk um að nemendur væru búnir að læra textann fyrir tónleikana. Það var blíðviðri þennan dag og eftir tónleikana bauð Gvendarkjör nemendum í ís. Kærar þakkir fyrir það.
Erasmus+ ferð til Þýskalands mars ’22
/in frettir /by VikurskoliVið fórum til Þýskalands dagana 7.-11. mars í Erasmus+ verkefni sem heitir ”Fit for life”. Fyrsta daginn fórum við í félagsheimilið Bürgersaal og kynntumst verkefninu betur. Síðan brutum við ísinn með nokkrum leikjum. Svo fengum við okkur mat í skólanum og tókum okkur frímínútur þar sem við spiluðum fótbolta. Eftir hádegi gengum við upp að kastalanum í Wörth, sem núna er dvalarheimili aldraða, og fengum svo að kynnast bænum betur. Síðan fórum við aftur út í Bügersaal og unnum þar verkefni sem fjallaði um kolefnisspor og ábyrgum neysluvenjum. Í frítímanum spiluðum við skittles sem er tegund af keila. Dagin eftir keyrðum við til Regensburg og fengum okkur stuttan göngutúr í kringum Regensburg þar sem við sáum gamlar byggingar og dómkirkju og fengum leiðsögn frá einum af þýsku kennurunum henni Karen. Svo fórum við í sögusafn sem heitir Museum of Bavarian history. Eftir það var farið í rafrænan ratleik byggður á heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna, þar sem ratað er eftir gps og notað sérstakt app þar sem spurningar um ýmis viðfangsefni eru svaraðar á hvern gps-punkti. Að því loknu var borðaður hádegismatur og fengið sér ís. Svo fengum við frítíma til að ganga um Regensburg og fara í búðir síðan var leiðinni haldið heim og farið í félagsmiðstöð þar sem við fórum í fullt af hópleikjum. Síðasta daginn fórum við til Erding og fórum á safn sem var með sýningu um loftslagsmál og kolefnisspor og þar á eftir fengum við okkur hádegismat. Eftir mat skelltum við okkur í BMW – safnið í Munchen og skoðuðum flotta bíla auk þess sem framleiðendur voru með sýningu um það hvernig þau eru markvisst að vinna að gera framleiðslu sína umhverfisvænni. Að lokum röltum við um Olympic park sem var byggður upp fyrir sumar ólympíuleikana 1955, áður en var haldið heim til Wörth. Það kvöld var komið að kveðjustund þar sem við borðuðum kvöldmat saman á gistihúsinu og tókum við gjöfum. Svo lögðum við af stað snemma að morgni aftur heim til Íslands.
Arnheiður, Jóhanna Ellen, Egill 10. bekkur
Ólympíþorpið í Munchen .
Bæjarrölt í Regensburg
Fræðslu- og menningarferð.
/in frettir /by VikurskoliFrábær fræðslu- og menningarferð að baki hjá nemendur í 1. – 6. bekk. Byrjuðum ferðina á því að heimsækja Lava Center á Hvolsvelli, skoðuðum þar eldfjalla- og jarðskjálftasýninguna sem var mjög áhugaverð. Því næst skoðum við hellana við Ægissíðu á Hellu þar sem við upplifðum einstakan ævintýraheim. Einnig var farið í sund á Hellu og þar var mikil gleði og kátína. Í lokin fengum við frábærar pítsur í Árhúsi áður en við lögðum heim á leið. Frábær ferð í alla staði bæði fróðleg og skemmtileg.
Skólahreysti 2022.
/in frettir /by VikurskoliKeppnislið Víkurskóla stóð sig með prýði í undanúrslitum Skólahreysti sem fram fór 27. apríl í beinni útsendingu á Rúv og hafnaði hópurinn í 4 sæti riðilsins. Stuðningslið nemenda í 7.-10. bekk fylgdi sínu liði fast eftir og lét sitt ekki eftir liggja á óhorfendapöllunum. Keppnislið Víkurskóla skipaði, Arnfríður Mára, Egill, Patrik Örn, Kristófer Ek og Stephanie Ósk. Við óskum þessum glæsilega hópi til hamingju. Þjálfari liðsins í vetur er Katrín Waagfjörð íþróttafræðingur. Það er ekki sjálfgefið að svona lítill skóli eins og okkar geti tekið þátt viðlíka keppni og att kappi við miklu fjölmennari skóla. Nemendur Víkurskóla eru í dag 57 talsins.
Röddin, upplestrarkeppni.
/in frettir /by VikurskoliÞann 28. apríl fór fram lokakeppni Raddarinnar upplestrarkeppni 7. bekkinga. Keppnin fór að þessu sinni fram á Kirkjubæjarklaustri. Þar kepptu nemendur úr skólunum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auk Vestmannaeyja í upplestri á texta og ljóðum. Keppendur Víkurskóla þær Íris Anna Orradóttir og Aníta Ósk Reynisdóttir stóðu sig með sóma og Íris Anna varð í 3. sæti í þessari lokakeppni.
Vorhreinsun í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliDaginn eftir vel heppnaða árshátíð Víkurskóla tóku nemendur og starfsfólk Víkurskóla sig til og fóru í allsherjar hreinsun á skólalóðinni. Eins og annars staðar í þorpinu hafði gífurlegt magn af sandi borist inn á lóðina í vetur og því ekki vanþörf á að bregðast við. Allir stóðu sig með miklum sóma og það er öruggt að einhver tonn af sandi voru fjarlægð. Ekki spillti nú fyrir að veðrið var dásamlegt og sannarlega einn af okkar fyrstu góðu vordögum. Eftir hádegið var svo farið í leiki á útilóðinni og sundlauginni áður en farið var í langþráð páskafrí. Það var gaman að hefja skólastarfið að nýju í dag í frábæru veðri með svona vel hreinsaða skólalóð. Myndirnar tala sínu máli.
Röddin, upplestrarkeppni Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÞann 29. mars fór fram skólakeppni upplestrarkeppninnar Raddarinnar. Röddin tekur við af Stóru upplestrarkeppninni sem lauk göngu sinni á síðasta ári. Nú munu skólarnir í Rangarvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auk Grunnskóla Vestmannaeyja sameinast um að halda árlega héraðskeppni undir nafninu Röddin. Nemendur 7. bekkjar Víkurskóla hafa æft upplestur af kappi í vetur og stóðu sig afar vel í skólakeppninni. Það verða þær Íris Anna og Aníta Ósk sem munu lesa upp á héraðskeppninni sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri í lok apríl n.k. Við þökkum krökkunum í 7. bekk og umsjónarkennara þeirra, Þuríðar Lilju Valtýsdóttur kærlega fyrir flottan viðburð.