Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Velunnari Víkurskóla kom í heimsókn í dag.
/in frettir /by VikurskoliEins og svo oft áður kom Guðný Guðnadóttir til okkar og færði nemendum peningagjöf annars vegar í ferðasjóð nemenda og hinsvegar í söfnun fyrir hreystibrautarverkefni Víkurskóla. Guðný hefur alltaf lagt áherslu á að tóbaksleysi og hvatt nemendur að vera reyklausir hún jafnframt lýsti ánægju sinni með þátttöku Víkurskóla í Skólahreysti. Það var Andri Berg Jóhannsson fulltrúi í nemendaráði Víkurskóla sem veitti þessum góðu gjöfum viðtöku. Kærar þakkir Guðný!
Geðlestin í heimsókn í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÍ dag fengum við heimsókn frá Geðlestinni en það er verkefni á vegum Geðhjálpar. Árið 2020 setti Geðhjálp fram 9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang og eitt af áherslumálunum var setja fræðslu til ungmenna í forgang. Heimsóknin miðaðist við unglingadeildina en allir voru svo boðnir á örtónleika með Emmsjé Gauta og það var mikið fjör.
Hér er kynningartexti um þetta frábæra verkefni:
Markmiðið með Geðlestinni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda. Lífið býður upp á allskonar áskoranir og stundum þurfum við að leita okkur aðstoðar við verkefni lífsins. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að biðja um hjálp. Nemendur eru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra/aðstandendur eða kennara um það sem gengur á í amstri dagsins.
Það er mikilvægt að læra að stundum er lífið leiðinlegt og erfitt og það þurfi ekki alltaf að þýða eitthvað alvarlegt eða slæmt. Mótvindur verður skyndilega meðvindur og engin brekka er endalaus.
Það á að vera jafn eðlilegt að huga að geðheilsu sinni eins og líkamlegri heilsu. Það er hægt að gera með því að koma sér upp heilbrigðum venjum, líkt og að iðka þakklæti, eiga sér áhugamál, hreyfa sig, borða hollt, fá nægan svefn, treysta, eiga góða vini, rækta með sér seiglu og þrautseigju, vera umburðarlynd(ur), hjálpa öðrum, sýna tillitssemi, tjá sig svo fátt eitt sé nefnt.
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands bauð nemendum á tónleika.
/in frettir /by VikurskoliÞann 9. maí sl. fóru nemendur í 1.-6. bekk á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. Tónleikarnir voru sameiginlegir með nemendum Kirkjubæjarskóla og fóru tónleikarnir fram í Kirkjuhvoli. Sannarlega frábært framtak og gaman að okkar nemendur fái að upplifa slíkan menningarviðburð og sjá sinfóníuhljómsveit á sviði. Dagskráin var að sjálfsögðu miðuð við aldur nemenda og í lokin sungu allir Á sprengisandi en það var einmitt ósk um að nemendur væru búnir að læra textann fyrir tónleikana. Það var blíðviðri þennan dag og eftir tónleikana bauð Gvendarkjör nemendum í ís. Kærar þakkir fyrir það.
Erasmus+ ferð til Þýskalands mars ’22
/in frettir /by VikurskoliVið fórum til Þýskalands dagana 7.-11. mars í Erasmus+ verkefni sem heitir ”Fit for life”. Fyrsta daginn fórum við í félagsheimilið Bürgersaal og kynntumst verkefninu betur. Síðan brutum við ísinn með nokkrum leikjum. Svo fengum við okkur mat í skólanum og tókum okkur frímínútur þar sem við spiluðum fótbolta. Eftir hádegi gengum við upp að kastalanum í Wörth, sem núna er dvalarheimili aldraða, og fengum svo að kynnast bænum betur. Síðan fórum við aftur út í Bügersaal og unnum þar verkefni sem fjallaði um kolefnisspor og ábyrgum neysluvenjum. Í frítímanum spiluðum við skittles sem er tegund af keila. Dagin eftir keyrðum við til Regensburg og fengum okkur stuttan göngutúr í kringum Regensburg þar sem við sáum gamlar byggingar og dómkirkju og fengum leiðsögn frá einum af þýsku kennurunum henni Karen. Svo fórum við í sögusafn sem heitir Museum of Bavarian history. Eftir það var farið í rafrænan ratleik byggður á heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna, þar sem ratað er eftir gps og notað sérstakt app þar sem spurningar um ýmis viðfangsefni eru svaraðar á hvern gps-punkti. Að því loknu var borðaður hádegismatur og fengið sér ís. Svo fengum við frítíma til að ganga um Regensburg og fara í búðir síðan var leiðinni haldið heim og farið í félagsmiðstöð þar sem við fórum í fullt af hópleikjum. Síðasta daginn fórum við til Erding og fórum á safn sem var með sýningu um loftslagsmál og kolefnisspor og þar á eftir fengum við okkur hádegismat. Eftir mat skelltum við okkur í BMW – safnið í Munchen og skoðuðum flotta bíla auk þess sem framleiðendur voru með sýningu um það hvernig þau eru markvisst að vinna að gera framleiðslu sína umhverfisvænni. Að lokum röltum við um Olympic park sem var byggður upp fyrir sumar ólympíuleikana 1955, áður en var haldið heim til Wörth. Það kvöld var komið að kveðjustund þar sem við borðuðum kvöldmat saman á gistihúsinu og tókum við gjöfum. Svo lögðum við af stað snemma að morgni aftur heim til Íslands.
Arnheiður, Jóhanna Ellen, Egill 10. bekkur
Ólympíþorpið í Munchen .
Bæjarrölt í Regensburg