Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Þorrablót Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliAð venju héldum við þorrablót með okkar hefðbundnu sniði. Að vísu þurftum við að færa það til þar sem covid bankaði hressilega uppá. Þorramaturinn var á sínum stað að honum loknum söfnuðust allir saman á sal skólans og nemendaráð flutti annál ársins, allir sungu þjóðleg lög af hjartans lyst og svo síðast en ekki síst var tekið í spil. Yngri nemendur spiluðu Ólsen, Ólsen og eldri nemendur spiluðu félagsvist. Í fyrsta sæti í eldri hópnum, annað áríð í röð var Björn Vignir og Maksimyllian var sigurvegari í Ólsen, Ólsen keppninni. Við óskum til hamingju. Þessi dagur var í alla staði velheppnaður.
Valentínusarball í Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliÍ dag eru krakkarnir í 7.-10. bekk í óðaönn að undirbúa Valentínusarball skólans. Til stóð að það yrði í kvöld en veðurspáinn er slæm þannig að ballið verður á morgun þriðjudaginn 15. febrúar klukkan 19:30. Skólabíllinn keyrir.
COVID turninn varð til.
/in frettir /by VikurskoliLífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með það að markmiði að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega. Víkurskóli er heilsueflandi grunnskóli og tekur þátt í þessu verkefni á hverju ári. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð einn af sex grunnþáttum menntunnar. Heilsueflandi grunnskóli er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri-, líkamlegri- og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Í lífshlaupinu er markmiðið að nemendur hreyfa sig í minnstalagi í 60 mínútur á dag í tvær vikur.
Krakkarnir í 3. og 4. bekk eru orðin smá þreytt á COVID eins og flestir í samfélaginu. Í útihreyfingu dagsins var skipulagið að búa til snjóhús en við komumst fljótt að því að það var aðeins of tímafrekt verkefni. Bekkurinn dó ekki ráðalaus enda lausnamiðuð með eindæmum og snjóhúsið varð að snjóturni. Í þessu samvinnuverkefni var mikið spjallað saman og kom upp sú góða hugmynd að það væri nokkuð gott ef að hægt væri að loka COVID veiruna inni í turni og geyma hana þar. Varð úr að snjóturninn varð að COVID turni og trúum við því staðfastlega að veiran geymist vel í honum.
Smá sýnishorn af útikennslu hjá 1. og 2. bekk síðustu daga en þau voru dugleg að nýta góða veðrið að undanförnu eftir allt of langa inniveru í tengslum við covid. Eins og sjá má skein gleðin úr hverju andliti og að þau voru dugleg að nýta sér það sem að vegi þeirra varð til eflingar á styrk og jafnvægi.
Víkurskóli fær góða bókagjöf.
/in frettir /by VikurskoliSvavar Guðmundsson rithöfundur og einn af okkar góðu velunnurum færði Víkurskóla á dögunum veglega bókagjöf. Svavar hefur ekki látið fötlun sína stöðva sig við ritstörfin þrátt fyrir að hann sé einungis með 10% sjón. Á dögunum gerði hann samning við Menntamálastofnun um að ein af bókum hans verður í boði sem námsgagn fyrir grunnskóla. Víkurskóli þakkar Svavari fyrir hans hlýhug og góðu gjöf.