Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
COVID turninn varð til.
/in frettir /by VikurskoliLífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með það að markmiði að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega. Víkurskóli er heilsueflandi grunnskóli og tekur þátt í þessu verkefni á hverju ári. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð einn af sex grunnþáttum menntunnar. Heilsueflandi grunnskóli er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri-, líkamlegri- og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Í lífshlaupinu er markmiðið að nemendur hreyfa sig í minnstalagi í 60 mínútur á dag í tvær vikur.
Krakkarnir í 3. og 4. bekk eru orðin smá þreytt á COVID eins og flestir í samfélaginu. Í útihreyfingu dagsins var skipulagið að búa til snjóhús en við komumst fljótt að því að það var aðeins of tímafrekt verkefni. Bekkurinn dó ekki ráðalaus enda lausnamiðuð með eindæmum og snjóhúsið varð að snjóturni. Í þessu samvinnuverkefni var mikið spjallað saman og kom upp sú góða hugmynd að það væri nokkuð gott ef að hægt væri að loka COVID veiruna inni í turni og geyma hana þar. Varð úr að snjóturninn varð að COVID turni og trúum við því staðfastlega að veiran geymist vel í honum.
Smá sýnishorn af útikennslu hjá 1. og 2. bekk síðustu daga en þau voru dugleg að nýta góða veðrið að undanförnu eftir allt of langa inniveru í tengslum við covid. Eins og sjá má skein gleðin úr hverju andliti og að þau voru dugleg að nýta sér það sem að vegi þeirra varð til eflingar á styrk og jafnvægi.
Víkurskóli fær góða bókagjöf.
/in frettir /by VikurskoliSvavar Guðmundsson rithöfundur og einn af okkar góðu velunnurum færði Víkurskóla á dögunum veglega bókagjöf. Svavar hefur ekki látið fötlun sína stöðva sig við ritstörfin þrátt fyrir að hann sé einungis með 10% sjón. Á dögunum gerði hann samning við Menntamálastofnun um að ein af bókum hans verður í boði sem námsgagn fyrir grunnskóla. Víkurskóli þakkar Svavari fyrir hans hlýhug og góðu gjöf.
Erasmus+ heimsókn samstarfsskóla Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÞað hefur sannarlega verið áskorun að taka þátt í alþjóðasamstarfi á tímum Covid 19. Verkefnið sem Víkurskóli lagði af stað í haustið 2019 stoppaði í mars 2020. Nú á haustdögum var ákveðið að gera nýtt plan og það kom í okkar hlut að ríða á vaðið og taka á móti gestum nú fyrir skemmstu.
Samstarfsskólar Víkurskóla eru staðsettir í Þýskalandi, Póllandi, Kanaríeyjum, Grikklandi og Finnlandi. Allir gátu komið að undanskyldum Finnum sem ekki fengu fararleyfi. Alls taldi hópurinn 10 nemendur og 8 kennara. Víkurskóli undir stjórn Victoriu verkefnastjóra Erasmus+ setti upp metnðarfulla dagskrá þá daga sem gestirnir dvöldu hjá okkur. Við fengum Adam forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar OZ og Evu Dögg í Garðakoti í lið með okkur og tóku þau m.a. að sér að vera með vinnusmiðju nemenda sem gekk út á að allir myndu skapa sína draumaveröld byggða á því sem hver og einn teldi mikilvægt fyrir sig sem einstakling. Victoria tengdi þessa vinnu jafnframt við hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar sem skólinn hefur á sinni stefnuskrá. Hópurinn fór í styttri og lengri ferðir auk þess sem þau fóru á hraunsýninguna Lava Show. Margir greiddu götu okkar við heimsókn samstarfsskóla okkar. Kötlusetur lagði til fundarastöðu ásamt því að þær Harpa Elín forstöðumaður og Anna starfsmaður setursins kynntu starfsemina, Hótel Vík bauð góðan afslátt af gistingu, sömuleiðis fengu gestirnir góðan afslátt í Ice Wear, frían sundpassa hjá Íþróttamiðstöð Mýrdalshrepps og góðan afslátt hjá Lawa Show. Þá má ekki gleyma foreldrum og starfsmönnum sem lögðu til veitingar og aðstoðuðu á svo marga vegu.
Það var mjög gaman að sjá þrátt fyrir hvað heimsóknin var stutt hvað krakkarnir af þessum 5 þjóðernum náðu vel saman. Til upprifjunar þá heitir verkefnið,,Fit for life’’. Markmið þess er að gera nemendur betur meðvitaða um hvað það er sem stuðlar að hreysti sálar og líkama. Horft er til þátta eins og hreyfingar, næringar, sjálfsmyndar, félagsfærni og andlegrar líðan. Jafnframt gera skólarnir sér far um að draga fram það sem skiptir máli í þeirra menningu sem styrkir andlega vellíðan s.s. dans, tónlist, leiklist og útivist. Skólarnir munu skipta á milli sín margskonar verkefnavinnu sem tengist inn á þessa þætti.