Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Stærðfræðifjör hjá 3. – 7. bekk
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliÞað ríkir oft mikil gleði og áhugi í stærðfræðifjöri hjá 3. – 7. bekk enda verið að vinna að skapandi verkefnum í stærðfræði á fjölbreytilegan hátt.
Síðasta viðfangsefni krakkanna var að hanna og skapa bát sem gæti siglt niður Víkuránna . Í verkefninu reyndi á útsjónasemi, samvinnu og ígrundun og var hver báturinn á fætur öðrum listalega hannaður.
Í lokin var haldin heilmikil kappsigling á Víkuránni þar sem reyndi á hæfni bátanna, sem allir náðu í mark.
Fleiri myndir.
Orðsending vegna nýrrar reglugerðar Covid-19
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliVegna nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á skólastarfi vegna Covid 19 þá er Víkurskóli lokaður fyrir gestakomur frá og með 3. nóvember til og með 17. nóvember n.k. Þeir sem eiga bókað viðtal eða hafa látið vita af komu sinni eru beðnir um að vera með andlitsgrímu.
Aðgerðir Víkurskóla til að uppfylla tilmæli reglugerðarinnar verða sendar til foreldra/forráðamanna í Mentorpósti í dag 1. nóvember.
Skólastjórnendur
Listakotið
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliÍ haust voru gerðar miklar lagfæringar. Nú er óðum að komast skapandi og notalegur blær á allt. Unga listafólkið er niðursokkið í margs konar listsköpun. Þroskandi og gefandi.
Kötludagur – Kötlusögur
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliÍ haust fengum við góða gjöf frá einum af velunnurum skólans honum Þóri Kjartanssyni. Hann færði okkur eintak af heimildarmynd sem hann hefur gert um eldstöðina Kötlu. Það fór vel á því að fá Þóri í heimsókn í dag til að kynna myndina fyrir frumsýningu og hvað það var sem dreif hann áfram við að gera þessa mögnuðu heimildarmynd. Við þökkum Þóri og hans fjölskyldu kærlega fyrir vinarhug til skólans. Í Víkurskóla rifjum við reglulega upp hvað það er og hvað það þýðir að búa svo nálægt virkri eldstöð eins og Katla er.
Bleiki dagurinn í Víkurskóla
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliÍ tilefni af Bleika deginum í dag 16. október lögðu nemendur og kennarar í Víkurskóla sig fram um að klæðast einhverju bleiku eða koma með bleika fylgihluti. Bleiki dagurinn er okkur hvatning til að sýna stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hér má sjá nemendur og kennara í 1.-2. bekk í ýmsum bleikum tónum í upphafi skóladagsins.