Stóra-upplestrarkeppnin 2021

Héraðskeppni Stóru-upplestrarkeppninnar fór fram á Hvolsvelli 27. apríl sl.  Að þessu sinni var keppnin með öðru sniði vegna sóttvarnareglna. Engir gestir gátu sótt keppnina og heildarfjöldi í sal var einungis 20 manns. Keppendur Víkurskóla voru þeir Guðjón Örn Guðmundsson og Johan Olof Ísólfur Karlsson nemendur í 7. bekk. Þeir stóðu sig með sóma. Hér fylgja myndir og upptökur frá keppninni. Þjálfari liðs Víkurskóla var Margrét Steinunn Guðjónsdóttir.

 

Mánabraut 3-5
870 Vík
Sími: 487-1242
Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is