Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Vettvangsferð að Hjörleifshöfða
/in frettir /by kennariNemendur í 1.-6. bekk héldu í dag í vettvangsferð að Hjörleifshöfða sem að var hluti af verkefni sem unnið er að í Drangamixi í Víkurskóla. Þess má geta að nánast allir nemendur hópsins gengu upp að haugnum sem að Hjörleifur landsnámsmaður er talinn grafinn og skein gleði úr hverju andliti. Veðrið lék við okkur og sáu nemendur sjálfir um myndatökur á meðfylgjandi myndum.
Skólaslit Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 28. maí s.l. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk og 7 nemendur úr forskóladeild. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.
Skólastjóri
Sniðin í Víkurfjöru mæld upp í tíunda skipti í Víkurfjöruverkefninu
/in frettir /by VikurskoliVíkurfjöruverkefni Kötlu jarðvangs, Víkurskóla og Kötluseturs hélt áfram síðastliðinn miðvikudag, þegar nemendur 9. og 10. bekkjar Víkurskóla mældu sniðin fimm í Víkurfjöru og staðsetningu fjörukambsins. Er þetta tíunda mæling nemenda á sniðunum í Víkurfjöru og í þriðja skipti sem fjörukamburinn er mældur, en hann er mældur einu sinni á ári á meðan sniðin eru mæld fjórum sinnum. Mælingarnar gengu vel í annars ágætu veðri, og þá var tíminn einnig nýttur í að skoða lítillega nýja varnargarðinn sem er óðum að rísa austan við Vík. Hægt er að lesa frekar um Víkurfjöruverkefnið hér ásamt því að skoða niðurstöður nemenda, og þá má sjá ljósmyndir af mælingum nemenda hér.