Sendiherra Bretlands í heimsókn í Víkurskóla
Við fengum góða gesti í heimsókn þann 9. febrúar sl þegar sendiherra Bretlands, Frú Bryony Mathew kom ásamt föruneyti. Sendiráðið gaf út barnabók nýlega sem sendiherrann skrifaði ásamt starfsfólki sendiráðsins en bókin er á íslensku og fjallar um starfstækifæri framtíðarinnar, sérstaklega þegar kemur að tækni- og vísindastörfum. Sendiherran færði Víkurskóla nokkur eintök af bókinni ásamt því að nemendur fengu bókamerki og upplýsingar til að finna bókina í heild sinni á netinu. Krakkarnir fengu kynningu á bókinnni og jafnframt svöruðu þau stuttum spurningalista þar sem þau skoðuðu sína styrkleika og hvað þau hafa áhuga á að vinna við í framtíðinni.
Krakkarnir voru mjög áhugsöm og sendiherran hafði orð á því hvað okkar börn væru mikið að velta því fyrir sér hvað þau yrðu í framtíðinni og ekki síst hversu margir nefndu mörg mismunandi störf og hlutverk sem þau myndu vilja sinna.
Víkurskóla þakkar sendiherranum fyrir þessa frábæru heimsókn og velvild í garð skólans.