Sinfóníutónleikar náttúrunnar

Við höfum sannarlega fundið fyrir því að vorið nálgast óðfluga. Kennarar nýta því tækifærið til að færa kennsluna út fyrir skólastofuna á góðum dögum. Nemendur í 5.-6. bekk ásamt Katrínu Waagfjörð kennara fóru í eina slíka kennslustund þar sem a.m.k 3 kennslugreinar voru samþættar, tónmennt, náttúrufræði og hreyfing. Á myndinni má sjá nemendur tylla sér niður í Hrapinu þar sem þau hlustuðu á einn þátt í sinfóníu náttúrunnar. Hafið og fýlinn léku stórt hlutverk.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is