Vinningssæti í Lífshlaupinu

Nemendur Víkurskóla stóðu sig afar vel í hvatningarverkefni ÍSÍ, Lífshlaupinu. Þau lentu í 2. sæti í sínum flokki og fengu fínan verðlaunaskjöld afhentan. Þátttaka nemenda í skólanum var 100%. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki alltaf upp á það besta á meðan á keppninni stóð létu nemendur  það ekkert á sig fá og voru líka dugleg að vera úti og hreyfa sig meðfram hreyfingu í íþróttahúsinu. Til hamingju krakkar!

Lífshlaupið hefur fest sig í sessi sem skemmtilegt uppbrot og hvatning í heilsueflandi skólastarfi.

Starfsfólk Víkurskóla stóð sig jafnframt með mikilli prýði, þar var þátttakan mjög góð og 4. sæti í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins flokki vinnustaða með 10-29 starfsmenn en þar voru 118 vinnustaðir skráðir.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is