Sniðin í Víkurfjöru mæld upp í tíunda skipti í Víkurfjöruverkefninu
Víkurfjöruverkefni Kötlu jarðvangs, Víkurskóla og Kötluseturs hélt áfram síðastliðinn miðvikudag, þegar nemendur 9. og 10. bekkjar Víkurskóla mældu sniðin fimm í Víkurfjöru og staðsetningu fjörukambsins. Er þetta tíunda mæling nemenda á sniðunum í Víkurfjöru og í þriðja skipti sem fjörukamburinn er mældur, en hann er mældur einu sinni á ári á meðan sniðin eru mæld fjórum sinnum. Mælingarnar gengu vel í annars ágætu veðri, og þá var tíminn einnig nýttur í að skoða lítillega nýja varnargarðinn sem er óðum að rísa austan við Vík. Hægt er að lesa frekar um Víkurfjöruverkefnið hér ásamt því að skoða niðurstöður nemenda, og þá má sjá ljósmyndir af mælingum nemenda hér.