Undankeppni Raddarinnar
Undankeppni fyrir upplestrarkeppnina Röddina var haldin í Víkurskóla föstudaginn 21. apríl. Fjölskyldum keppenda var boðið að koma og stóðu allir keppendur sig með prýði.
Leikar fóru þannig að Óliver Ísar og Sigurgeir Máni eru fulltrúar Víkurskóla í lokakeppninni. Andri Berg er varamaður.