Upplestrarkeppnin Röddin

Upplestrarkeppnin Röddin var haldin í Safnaðarheimili Oddakirkju á Hellu þann 30. apríl s.l. Í ár var það Grunnskólinn á Hellu sem hélt utan um undirbúning og framkvæmd kepnninnar. Fyrir hönd Víkurskóla kepptu þau Diljá Mist Guðnadóttir og Ingólfur Atlason Waagfjörð og varamaður var Bryntýr Orri Gunnarsson.

Úrslit keppninnar litu svona út:

  1. sæti – Lena María Magnúsdóttir frá Grunnskólanum Vestmannaeyjum
    2. sæti – Hákon Þór Kristinsson frá Laugalandsskóla
    3. sæti – Hafdís Laufey Ómarsdóttir frá Grunnskólanum á Hellu

Keppnin var vel heppnuð í alla staði og að keppni lokinni var boðið upp á kaffi og kökur.

Okkar krakkar stóðu sig með mikilli prýði og voru Víkurskóla til sóma. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is