Stóra upplestrarkeppnin í Víkurskóla 2019
Í gær var árleg skólakeppni 7. bekkinga í Stóru-upplestrarkeppninni. Krakkarnir stóðu sig með sóma og dómarar keppninnar stóðu frammi fyrir vandasömu verkefni að velja úr hópnum tvo sigurvegara. En að þessu sinni voru það Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Helga Guðrún Ólafsdóttir sem voru hlutskarpastar. Við óskum þeim til hamingju og vitum að þær eiga eftir að standa sig vel í héraðskeppninni sem haldin verður 8. apríl n.k. á Hvolsvelli.
Á myndinni má sjá Þorgerði Hlín Gísladóttur umsjónarkennara 7.-8. bekkjar ásamt keppendum.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!