Göngum í skólann

Sem fyrr tekur Víkurskóli þátt í lýðheilsuverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, GÖNGUM Í SKÓLANN. Þetta verkefni er eitt af þeim verkefnum sem heilsueflandi skólastarf leggur áherslu á. Nemendur,  foreldrar og starfsmenn eru hvattir til að nota virkan ferðamáta í og úr skóla og setja hreyfingu á dagskrá í daglegu lífi. Í morgun hófst verkefnið formlega hjá okkur með athöfn á sal. Þvínæst drógu elsti nemandinn skólans Kristín Gyða og tveir yngstu nemendur skólans sem eiga afmæli saman daginn, þeir Ásmundur Kristinn og Nathaniel fána Heilsueflandi skóla að hún. Þar á eftir stóðu íþróttakennarar skólans fyrir íþróttafjöri á Víkurvelli og þemað var innblásið af Ólympíuleikum fatlaðra en þar fengu nemendur að spreyta sig á fjölbreyttum leikjum þar sem þeir gátu sett sig í spor fatlaðra íþróttaiðkenda.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is