COVID turninn varð til.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með það að markmiði að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega. Víkurskóli er heilsueflandi grunnskóli og tekur þátt í þessu verkefni á hverju ári. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð einn af sex grunnþáttum menntunnar. Heilsueflandi grunnskóli er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri-, líkamlegri- og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Í lífshlaupinu er markmiðið að nemendur hreyfa sig í minnstalagi í 60 mínútur á dag í tvær vikur.

Krakkarnir í 3. og 4. bekk eru orðin smá þreytt á COVID eins og flestir í samfélaginu. Í útihreyfingu dagsins var skipulagið að búa til snjóhús en við komumst fljótt að því að það var aðeins of tímafrekt verkefni. Bekkurinn dó ekki ráðalaus enda lausnamiðuð með eindæmum og snjóhúsið varð að snjóturni. Í þessu samvinnuverkefni var mikið spjallað saman og kom upp sú góða hugmynd að það væri nokkuð gott ef að hægt væri að loka COVID veiruna inni í turni og geyma hana þar. Varð úr að snjóturninn varð að COVID turni og trúum við því staðfastlega að veiran geymist vel í honum.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is