Egyptaland hið forna.

Nemendur í 3. og 4. bekk eru að vinna með sögu mannkyns. Þau hafa verið að fræðast um Egyptaland hið forna, þau vita að þar réðu konungar sem kallaðir voru faraóar, fólkið vann fyrir faraóana sem lét það hlaða pírramída þeim og guðunum til dýrðar. Krakkarnir vita líka að líkömum háttsetts fólks var breytt í múmíur og þær settar í kistur sem settar voru í grafhýsi inni í píramídunum.  Hér má sjá nemendur í skapandi starfi byggja líkön af slíkum byggingum og eins og við alla byggingarlist reynir á útsjónarsemi, samvinnu og stærðfræði.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is