Fulltrúi Víkurskóla á Barnaþingi.

Barnaþing var haldið í Hörpu dagana 3. og 4. mars til að ræða ýmis samfélagsmál sem tengjast mannréttindum, skóla-og menntamálum og umhverfismálum. Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands, setti þingið sem fór fram með þjóðfundarsniði.  Rúmlega 100 börn komu saman á þinginu. Guðjón Örn Guðmundsson, nemandi í 8. bekk hér í Víkurskóla sat þingið og vann í hópi umhverfismála.  Í lok þings voru niðurstöður formlega afhentar forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og umhverfisráðherra sem jafnframt svöruðu spurningum barnanna. Niðurstöður þingsins verða svo í framhaldinu gefnar út í skýrslu og það verður áhugavert að sjá hvað börn á Íslandi hafa til málanna að leggja.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is