Nemendur í 6. – 7. bekk, Víkurskóla fóru í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði dagana 21. – 24. apríl s.l. Í Skólabúðunum fá nemendurnir tækifæri til að efla félagsfærni og styrkja leiðtogahæfileika sína og sjálfsmynd sem okkar nemendur nýttu sér svo sannarlega.
Dagskráin var fjölbreytt og vel útfærð. Þau heimsóttu Byggðarsafnið þar sem þau fengu sögulegan fróðleik, leystu skemmtilegar þrautir, fengu að smakka hákarl og kynntust sögu Húnaþings og nærliggjandi umhverfi svo eitthvað sé nefnt.
Í frjálsa tímanum var líka nóg um að vera, leikir, sundlaugapartý, sjóböð, slökun í náttúrulauginni, kvöldvökur og tískusýning sem okkar nemendur sigruðu.með glæsibrag.
Allir krakkarni voru til fyrirmyndar og tóku fullan þátt, eignuðust vini og skemmtu sér konunglega. Þessa daga skartaði veðrið sýnu fegursta og litaði skemmtilegan brag á veruna.
Nemendafélag Víkurskóla safnar fyrir skólapeysum
/in frettir /by VikurskoliNemendur á elstastigi í vali komu með þá hugmynd að safna fyrir skólapeysum. Tveir elstu bekkirnir tóku af skarið og skipulögðu fyrstu fjáröflunina, hnallþóruhappdrætti.
Nemendur höfðu selt happdrættismiða við góðar viðtökur og í dag voru vinningshafar dregnir út. Nemendur afhentu sjálfir hnallþórurnar til vinningshafa.
Til hamingju vinningshafar með kökurnar og takk allir sem styrktu með miðakaupum.
Göngum í skólann
/in Á döfinni, frettir, Uncategorized /by VikurskoliSem fyrr tekur Víkurskóli þátt í lýðheilsuverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, GÖNGUM Í SKÓLANN. Þetta verkefni er eitt af þeim verkefnum sem heilsueflandi skólastarf leggur áherslu á. Nemendur, foreldrar og starfsmenn eru hvattir til að nota virkan ferðamáta í og úr skóla og setja hreyfingu á dagskrá í daglegu lífi. Í morgun hófst verkefnið formlega hjá okkur með athöfn á sal. Þvínæst drógu elsti nemandinn skólans Kristín Gyða og tveir yngstu nemendur skólans sem eiga afmæli saman daginn, þeir Ásmundur Kristinn og Nathaniel fána Heilsueflandi skóla að hún. Þar á eftir stóðu íþróttakennarar skólans fyrir íþróttafjöri á Víkurvelli og þemað var innblásið af Ólympíuleikum fatlaðra en þar fengu nemendur að spreyta sig á fjölbreyttum leikjum þar sem þeir gátu sett sig í spor fatlaðra íþróttaiðkenda.
Upphaf skólastarfs
/in frettir /by VikurskoliSkólaslit Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 31. maí s.l. Að þessu sinni voru þrír nemendur útskrifaðir úr 10. bekk og 7 nemendur úr forskóladeild. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.
Skólastjóri
Skólaslit
/in frettir /by VikurskoliSkólabúðir á Reykjum
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 6. – 7. bekk, Víkurskóla fóru í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði dagana 21. – 24. apríl s.l. Í Skólabúðunum fá nemendurnir tækifæri til að efla félagsfærni og styrkja leiðtogahæfileika sína og sjálfsmynd sem okkar nemendur nýttu sér svo sannarlega.
Dagskráin var fjölbreytt og vel útfærð. Þau heimsóttu Byggðarsafnið þar sem þau fengu sögulegan fróðleik, leystu skemmtilegar þrautir, fengu að smakka hákarl og kynntust sögu Húnaþings og nærliggjandi umhverfi svo eitthvað sé nefnt.
Í frjálsa tímanum var líka nóg um að vera, leikir, sundlaugapartý, sjóböð, slökun í náttúrulauginni, kvöldvökur og tískusýning sem okkar nemendur sigruðu.með glæsibrag.
Allir krakkarni voru til fyrirmyndar og tóku fullan þátt, eignuðust vini og skemmtu sér konunglega. Þessa daga skartaði veðrið sýnu fegursta og litaði skemmtilegan brag á veruna.
Upplestrarkeppnin Röddin
/in frettir /by VikurskoliUpplestrarkeppnin Röddin var haldin í Safnaðarheimili Oddakirkju á Hellu þann 30. apríl s.l. Í ár var það Grunnskólinn á Hellu sem hélt utan um undirbúning og framkvæmd kepnninnar. Fyrir hönd Víkurskóla kepptu þau Diljá Mist Guðnadóttir og Ingólfur Atlason Waagfjörð og varamaður var Bryntýr Orri Gunnarsson.
Úrslit keppninnar litu svona út:
2. sæti – Hákon Þór Kristinsson frá Laugalandsskóla
3. sæti – Hafdís Laufey Ómarsdóttir frá Grunnskólanum á Hellu
Keppnin var vel heppnuð í alla staði og að keppni lokinni var boðið upp á kaffi og kökur.
Okkar krakkar stóðu sig með mikilli prýði og voru Víkurskóla til sóma. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
Gjöf frá nemendum Mánalands
/in frettir /by VikurskoliNemendur á leikskólanum Mánalandi komu færandi hendi með glæsilegt glerlistaverk sem þau máluðu handa okkur í grunnskólanum. Takk fyrir krakkar á Mánalandi!
Skólahreysti 2024
/in frettir /by VikurskoliLið Víkurskóla keppti í undanriðlum Skólahreysti 18. apríl. Krakkarnir stóðu sig afar vel og stuðningsliðið var magnað. Við þökkum jafnframt Arndísi Evu Vigfúsdóttur fyrrum nemanda við skólann kærlega fyrir að keppa fyrir hönd síns gamla skóla.
Listalestin á Hvolsvelli
/in frettir /by VikurskoliDagana 16. og 17. apríl héldu nemendur í 8.-10.b á Hvolsvöll til að taka þátt í listasmiðjum á vegum Listalestar HÍ. Fyrir smiðjunum stóðu listkennslunemendur Listaháskóla Íslands, en árlega halda þeir listasmiðjur fyrir grunnskóla utan höfuðborgarsvæðisins með áherslu á samruna listgreina. Verkefnið Listalestin er unnið í samstarfi við List fyrir alla.
Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu og Hvolsskóli tóku einnig þátt í verkefninu og var nemendum skipt í sjö smiðjur þvert á skóla. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg og lauk formlega með listasýningu í Hvolnum á Hvolsvelli miðvikudaginn 17. apríl.