Göngum í skólann.

Hvatningarverkefnið ,,Göngum í skólann’’ hófst í dag 7. september. Víkurskóli tekur að sjálfsögðu þátt enda verkefnið hluti af stefnu skólans sem Heilsueflandi skóla. Nemendur og starfsmenn hittust á sal eftir hádegismatinn þar sem verkefnið var kynnt. Að því búnu tóku yngsti og elsti nemandi skólans, þeir Óskar Freyr og Eyjólfur Lárus að sér að draga fána Heilsueflandi skóla að húni. Þegar því var lokið fóru allir nemendur í 1.-10. bekk í skemmtilegan ratleik á skólalóðinni. Það má því segja að allir hafa fengið góða hreyfingu í fínu veðri. Verkefnið mun halda áfram næsta mánuðinn og hreyfing verður eins og alltaf í forgrunni.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is