Haustferð í berjamó.

Nemendur í 1.-10. bekk ásamt starfsmönnum og kennurum fóru í árlega haustferð í dag, mánudaginn 5. september. Farið var í berjamó á Péturseyjaraura og var berjasprettan mjög fín og flestir komu heim með ber í dós. Veðrið var upp á það allra besta, blíðuveður og 19 stiga hiti. Við þökkum bændum í Eystri-Pétursey fyrir berjatínsluleyfið.

Mánabraut 3-5
870 Vík
Sími: 487-1242
Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is