Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Sinfóníutónleikar náttúrunnar
/in frettir /by VikurskoliVið höfum sannarlega fundið fyrir því að vorið nálgast óðfluga. Kennarar nýta því tækifærið til að færa kennsluna út fyrir skólastofuna á góðum dögum. Nemendur í 5.-6. bekk ásamt Katrínu Waagfjörð kennara fóru í eina slíka kennslustund þar sem a.m.k 3 kennslugreinar voru samþættar, tónmennt, náttúrufræði og hreyfing. Á myndinni má sjá nemendur tylla sér niður í Hrapinu þar sem þau hlustuðu á einn þátt í sinfóníu náttúrunnar. Hafið og fýlinn léku stórt hlutverk.
Sendiherra Bretlands í heimsókn í Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliVið fengum góða gesti í heimsókn þann 9. febrúar sl þegar sendiherra Bretlands, Frú Bryony Mathew kom ásamt föruneyti. Sendiráðið gaf út barnabók nýlega sem sendiherrann skrifaði ásamt starfsfólki sendiráðsins en bókin er á íslensku og fjallar um starfstækifæri framtíðarinnar, sérstaklega þegar kemur að tækni- og vísindastörfum. Sendiherran færði Víkurskóla nokkur eintök af bókinni ásamt því að nemendur fengu bókamerki og upplýsingar til að finna bókina í heild sinni á netinu. Krakkarnir fengu kynningu á bókinnni og jafnframt svöruðu þau stuttum spurningalista þar sem þau skoðuðu sína styrkleika og hvað þau hafa áhuga á að vinna við í framtíðinni.
Krakkarnir voru mjög áhugsöm og sendiherran hafði orð á því hvað okkar börn væru mikið að velta því fyrir sér hvað þau yrðu í framtíðinni og ekki síst hversu margir nefndu mörg mismunandi störf og hlutverk sem þau myndu vilja sinna.
Víkurskóla þakkar sendiherranum fyrir þessa frábæru heimsókn og velvild í garð skólans.
Heimsókn frá Tónskólanum
/in frettir /by VikurskoliVið fengum heimsókn frá Tónskólanum nú fyrir stuttu þar sem þau Teresa og Zbigniew kynntu fyrir nemendum úrval af hljóðfærum sem tónskólinn á. Mjög gaman fyrir krakkana að sjá hvaða möguleikar eru í boði og vonandi fá þau aftur kynningu í haust þegar nýtt starfsár hefst.
Þorrablót Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliEin af rótgrónum hefðum Víkurskóla er að halda þorrablót þar sem nemendur og starfsmenn gera sér glaðan dag saman. Krakkarnir í 0.-4. bekk hófu daginn á því að útbúa skemmtilega víkingahjálma og nemendur í 3.-4. bekk lærðu að skrifa nafnið sitt með rúnum og sumir skreyttu sína hjálma þannig. Nemendur í 9.-10. bekk lögðu á borð fyrir þorramatinn en það var sameiginlegt borðhald fyrir alla í matstofu skólans. Krakkarnir voru dugleg að smakka og hákarlinn er að verða vinsælli! Að afloknu borðhaldi komu allir saman á sal og sungu skemmtileg lög sem áttu við tilefnið. Þar á meðal þorralag Víkurskóla. Nemendaráð Víkurskóla flutti annál ársins sem settur var saman úr þeim viðburðum sem þeim þóttu merkilegust á árinu. Að því búnu var tekið til við spilamennsku. Nemendur í 5.-10. bekk spiluðu félagsvist og nemendur í 1.-4. bekk spiluðu Ólsen-Ólsen. Forskólanemendur fóru í frjálsan leik. Veitt voru verðlaun í hvorum flokki og það voru Þær Anastazja í 10. bekk og Gréta Björk í 4. bekk sem voru hlutskarpastar að þessu sinni. Sannarlega skemmtilegur og lærdómsríkur skóladagur.
Dans
/in frettir /by VikurskoliJón Pétur Úlfljótsson danskennarinn okkar kom í annað sinn á skólaárinu nú í janúar. Danskennslan er alltaf vel þegið uppbrot í skólastarfið og partur af námi barna samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Að þessu sinni kenndi Jón Pétur krökkunum að búa til sinn eigin dans og það var vinsælt. Námskeiðinu lauk með opinni æfingu þar sem foreldrar og forráðamenn fjölmenntu að vanda.