Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Dagur stærðfræðinnar
/in frettir /by VikurskoliAlþjóðlegur dagur stærðfræðinnar er í dag 14. mars. Af því tilefni undirbjuggu stærðfræðikennarar skólans verkefni þar sem allir nemendur skólans komu saman. Þema dagsins var form stærðfræðinnar. Mjög skemmtilegt og lærdómsríkt uppbrot. Myndirnar tala sínu máli.
Vinningssæti í Lífshlaupinu
/in frettir /by VikurskoliNemendur Víkurskóla stóðu sig afar vel í hvatningarverkefni ÍSÍ, Lífshlaupinu. Þau lentu í 2. sæti í sínum flokki og fengu fínan verðlaunaskjöld afhentan. Þátttaka nemenda í skólanum var 100%. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki alltaf upp á það besta á meðan á keppninni stóð létu nemendur það ekkert á sig fá og voru líka dugleg að vera úti og hreyfa sig meðfram hreyfingu í íþróttahúsinu. Til hamingju krakkar!
Lífshlaupið hefur fest sig í sessi sem skemmtilegt uppbrot og hvatning í heilsueflandi skólastarfi.
Starfsfólk Víkurskóla stóð sig jafnframt með mikilli prýði, þar var þátttakan mjög góð og 4. sæti í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins flokki vinnustaða með 10-29 starfsmenn en þar voru 118 vinnustaðir skráðir.
Sinfóníutónleikar náttúrunnar
/in frettir /by VikurskoliVið höfum sannarlega fundið fyrir því að vorið nálgast óðfluga. Kennarar nýta því tækifærið til að færa kennsluna út fyrir skólastofuna á góðum dögum. Nemendur í 5.-6. bekk ásamt Katrínu Waagfjörð kennara fóru í eina slíka kennslustund þar sem a.m.k 3 kennslugreinar voru samþættar, tónmennt, náttúrufræði og hreyfing. Á myndinni má sjá nemendur tylla sér niður í Hrapinu þar sem þau hlustuðu á einn þátt í sinfóníu náttúrunnar. Hafið og fýlinn léku stórt hlutverk.
Sendiherra Bretlands í heimsókn í Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliVið fengum góða gesti í heimsókn þann 9. febrúar sl þegar sendiherra Bretlands, Frú Bryony Mathew kom ásamt föruneyti. Sendiráðið gaf út barnabók nýlega sem sendiherrann skrifaði ásamt starfsfólki sendiráðsins en bókin er á íslensku og fjallar um starfstækifæri framtíðarinnar, sérstaklega þegar kemur að tækni- og vísindastörfum. Sendiherran færði Víkurskóla nokkur eintök af bókinni ásamt því að nemendur fengu bókamerki og upplýsingar til að finna bókina í heild sinni á netinu. Krakkarnir fengu kynningu á bókinnni og jafnframt svöruðu þau stuttum spurningalista þar sem þau skoðuðu sína styrkleika og hvað þau hafa áhuga á að vinna við í framtíðinni.
Krakkarnir voru mjög áhugsöm og sendiherran hafði orð á því hvað okkar börn væru mikið að velta því fyrir sér hvað þau yrðu í framtíðinni og ekki síst hversu margir nefndu mörg mismunandi störf og hlutverk sem þau myndu vilja sinna.
Víkurskóla þakkar sendiherranum fyrir þessa frábæru heimsókn og velvild í garð skólans.
Heimsókn frá Tónskólanum
/in frettir /by VikurskoliVið fengum heimsókn frá Tónskólanum nú fyrir stuttu þar sem þau Teresa og Zbigniew kynntu fyrir nemendum úrval af hljóðfærum sem tónskólinn á. Mjög gaman fyrir krakkana að sjá hvaða möguleikar eru í boði og vonandi fá þau aftur kynningu í haust þegar nýtt starfsár hefst.