Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Víkurskóli tók þátt í Skólahreysti 2021.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóli tók þátt í Skólahreysti á ný eftir 3 ára hlé. Keppendur Víkurskóla voru þau Egill Atlason, Arnfríður Mára Þráinsdóttir, Auðunn Adam Vigfússon og Urður Ósk Árnadóttir. Varmenn voru klárir, þau Karl Anders Þórólfur Karlsson og Jóhanna Ellen Einarsdóttir. Liðstjórar voru þær Daria Borkowska og Victoria Reinholdsdóttir. Þetta var í 7. skipti sem skólinn tekur þátt í þessari frábæru keppni. Krakkarnir hafa stundað æfingar af kappi í allan vetur, þau stóðu sig vel og slógu skólamet í dýfum og hreystigreip. Að þessu sinni var ekki í boði að senda stuðningsmannalið með en keppnin var í beinni útsendingu og mikill spenningur var hjá samnemendum og fjölskyldum krakkana að fylgjast með. Eitt af markmiðum heilsustefnu Víkurskóla er að skólinn taki þátt í þessu viðburði.
Skólahreystilið Víkurskóla 2021!
/in frettir /by VikurskoliListasýning 3.-4. bekkjar.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í 3.-4. bekk unnu skemmtilegt samþætt verkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Krakkarnir útbjuggu fugla, sömdu vorljóð og ræktuðu blóm sem þau gróðursettu í blómapottum sem þau útbjuggu sjálf. Krakkarnir settu svo upp listasýningu á sal og buðu gestum að koma á opnunina. Sannarlega skemmtilegt verkefni hjá krökkunum.
Listatími hjá 1. bekk og verðandi 1. bekkingum.
/in frettir /by VikurskoliListatími hjá 1. bekk og verðandi 1. bekkingum. Viðfangsefnið er sol og skuggar. Grunnformin og bjartir litir. Ungu listamennirnir nutu sín í goða veðrinu.
Útilistaverkagerð hjá 1.-2. bekk
/in frettir /by VikurskoliÍ vorblíðunni nýtum við hvert tækifæri til að fara með börnin út í náttúruna og nærumhverfið. Hér eru myndir frá nemendum í 1.-2. bekk sem fóru í Víkurfjöru og útbjuggu listaverk úr efnivið sem þau fundu í fjörunni. Útkoman var glæsileg og undu nemendur sér vel og unnu sérstaklega vel saman.