Skák í Víkurskóla.

Einn af viðburðum á jóladagskráinni okkar var að fá kynningu á skák í skólann. Skák nýtur vaxandi vinsælda á nýjan leik hjá börnum og er það mjög ánægjulegt. Þessi viðburður var skipulagður í samstarfi við Ungmennafélagið Kötlu. Stefán Bergsson kennari kom á vegum Skáksambands Íslands og var með kynningu og kennslu í skák í öllum námshópum. Ungmennafélagið Katla keypti 10 töfl sem skólinn fær að hafa afnot af og skólinn fjárfesti í skákklukkum. Í lok dags var Stefán jafnframt með stutta kynningu fyrir kennara og starfsmenn. Það er öruggt að þessi heimsókn mun glæða áhuga margra á skákinni.

Mánabraut 3-5
870 Vík
Sími: 487-1242
Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is