Skólaferðalag til Vestmannaeyja.

Nemendur í 7. – 10. bekk fóru á dögunum í skólaferðalag til Vestmannaeyja. Lagt var af stað á mánudagsmorgni og gist í tvær nætur. Við vorum gríðarlega heppin með veður fyrri daginn en þrátt fyrir rigningu seinni daginn skemmtu allir sér konunglega.
Við fórum meðal annars í ratleik og ribsafari ásamt því að fara á rafmagnshjól, spranga og margt fleira.
Við heimkomu voru allir bæði þreyttir og glaðir eftir frábæra ferð.

 

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is