Skólaslit Víkurskóla.

Skólaslit Víkurskóla fóru fram 30. maí sl. Þá útskrifðustu 7 nemendur úr 10 bekk. Þau stóðu sig öll með sóma og fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Að venju fengu nemendur birkiplöntu að gjöf frá skólanum með hvatningu um að þau verði þrautseig í lífinu eins og birkið. Kvenfélögin í Mýrdal færðu útskriftarhópnum spjöld að gjöf sem geta nýst þeim vel þegar í framhaldssskólann og lífið er komið, því þau hafa að geyma leiðbeiningar um þvott á fatnaði, geymslu matvæla og mælingar. Kvenfélagskonum eru sendar bestu þakkir fyrir þessa hugulsemi við nemendur. Við óskum þessa öfluga hópi til hamingju með útskriftina og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is