Slökkviliði Mýrdalshrepps komu og heimsóttu 3. og 4. bekk.

Ívar og Sigurður frá Slökkviliði Mýrdalshrepps komu og heimsóttu 3. og 4. bekk í dag, 6.desember í tengslum við eldvarnir sem eru alltaf mikilvægar en þó alveg sérstaklega mikilvægar í desember þegar mikið er um kertaloga, kertaskreytingar og allskonar bakstur og eldamennsku. Nemendur fengu m.a. góða fræðslu um reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnateppi og flóttaleiðir. Einnig horfðu þeir á myndband um Loga og Glóð sem eru eldklárir aðstoðarmenn slökkviliðsins og hjálpa til við að vinna á móti Brennuvargi. Nemendur fengu bækur og endurskinsmerki að gjöf og þökkum við kærlega fyrir heimsóknina og gjafirnar. Við verðum eldklár um jólin.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is