Strandmælingar.
Fimmtudaginn 9. september hófust strandmælingar að nýju en það er samstarfsverkefni Víkurskóla og Kötlu jarðvangs. Hlutverk nemenda er að mæla kornastærð í fjörunni, taka myndir og staðsetja GPS-hnit sem starfsfólk Kötluseturs vinnur svo úr. Hér má sjá nokkrar myndir af mælingum dagsins.