Þorrablót Víkurskóla.

Að venju héldum við þorrablót með okkar hefðbundnu sniði. Að vísu þurftum við að færa það til þar sem covid bankaði hressilega uppá. Þorramaturinn var á sínum stað að honum loknum söfnuðust allir saman á sal skólans og nemendaráð flutti annál ársins, allir sungu þjóðleg lög af hjartans lyst og svo síðast en ekki síst var tekið í spil. Yngri nemendur spiluðu Ólsen, Ólsen og eldri nemendur spiluðu félagsvist. Í fyrsta sæti í eldri hópnum, annað áríð í röð var Björn Vignir og Maksimyllian var sigurvegari í Ólsen, Ólsen keppninni. Við óskum til hamingju. Þessi dagur var í alla staði velheppnaður.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is