Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is




















Vegleg Gjöf
/in frettir /by VikurskoliSkólanum barst á dögunum vegleg gjöf frá einum samstarfsaðila okkar í Erasmus+. Það var hún Tamara Ryzner frá skólanum Liceum Ogólnokształcące im. Juliusza Słowackiego w Przemyślu í Póllandi sem sendi okkur fína beinagrind til að nota í náttúrufræðikennslunni.
Hún sá hvað ég var hrifin af beinagrind sem var í skólanum hennar og ákvað hún því að senda okkur eintak að gjöf. Við erum að sjálfsögðu mjög þakklát og ánægð með gjöfina, sem hefur fengið nafnið Kalli og á hann heima í heimastofu 9.–10. bekkjar.
Gaman að segja frá því að á döfinni stendur til að halda áfram góðu samstarfi við Tamöru og nemendur hennar gegnum gáttina hjá eTwinning.
Victoria Reinholdsdóttir
ERASMUS+ HEIMSÓKN Í VÍKURSKÓLA
/in frettir /by VikurskoliNemendur unglingadeildar Víkurskóla byrjuðu snemma þetta skólaárið að vinna í Erasmus+ verkefni skólans. Dagana 20.–27. september tókum við á móti 11 nemendum og 2 kennurum frá Mittelschule Wörth, grunnskóla í þýska bænum Wörth an der Donau í Bajurlandi.















Verkefni um stafrænt heilbrigði
Þar sem Evrópusambandið hefur lýst árið 2025 að evrópuári stafrænnar borgararvitundar, var ákveðið að vinna verkefni með nemendum tengd stafrænu heilbrigði.
Nemendur unnu verkefni af vefsiðunni commonsense.org. Þar kynntust þeir því hvernig má þekkja aðferðir sem eru notaðar til að halda notandum sem lengst við skjánum. Einnig lærðu þeir hvað megi gera til að forðast að festast í viðjum skjáfíknar.
Að auki unnu nemendur verkefni sem fjallaði um neteinelti: hvað það er, hvernig maður þekkir einkenni þess að barni manns sé þolandi eða gerandi í neteinelti og hvað þá sé hægt að gera. Sem lokaverkefni bjuggu nemendur til kynningarbæklinga á mismunandi tungumálum sem voru síðan afhentir foreldrum í foreldraviðtölum í október síðastliðnum.
Uppeldi til ábyrgðar og menningardagskrá
Í anda uppeldis til ábyrgðar tóku nemendur þarfakönnun og útbjuggu plakat um sjálfa sig þar sem þeir lýstu sterkustu þörfum sínum og áhugamálum.
Á evrópska tungumáladaginn, 26. september, var unnið með myndmál og orðatiltæki á mismunandi tungumálum. Nemendur bjuggu til plakat með orðatiltækjum með svipaðri þýðingu á ensku, sænsku, þýsku, ungversku og pólsku sem voru síðan sett upp á samkomusal skólans.
Skemmtun og menningarupplifun
Nemendur gerðu einnig ýmislegt annað á meðan heimsóknin stóð. Þeir fóru meðal annars í fjallgöngu yfir Reynisfjall og skoðuðu Reynisfjöru, þar sem var stoppað í kakó og kökur í Svörtu fjöru.
Á frítíma fóru nemendur í leiki og karaóke, auk þess sem í skólanum var haldið sameiginlegt bekkjarkvöld fyrir 7.–10. bekk. Nemendur skelltu sér einnig í Zip line og fóru í skoðunarferð að Sólheimajökulum og Skógafoss, svo eitthvað sé nefnt.
Næstu skref
Nemendur 9. og 10. bekkjar Víkurskóla stefna á að heimsækja vini sína í Wörth eina viku í apríl 2026. Þá stendur til að fræðast um mismunandi umhverfismál, eins og til dæmis orkumál í Evrópu og hvernig Þýskaland vinnur að því að ná umhverfisvænni orkuskiptum.
Jóladagskráin
/in frettir /by kennariVið erum í rólegheitum að fikra okkur í áttina að aðventunni. Hér gefur að líta í viðhengi dagskrá yfir helstu viðburði fram að jólaleyfi. Yfirstandandi vika er helguð fyrst og fremst fræðslu um eldvarnir en við erum svo heppinn að Slökkviliðið okkar sinnir frábæru forvarnarstarfi hér í skólanum. Jóladagskrá 2025
Snjallvagninn
/in frettir /by kennariÍ gær 23. nóvember fengum krakkarnir í 5.-10. bekk heimsókn frá Lalla töframanni sem ferðast um á Snjallvagninum. Snjallvagninn er fræðsluverkefni sem ferðast á milli grunnskóla út um allt land til að vekja nemendur til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Verkefnið er unnið af Insight og og Huawei í samstarfi við Heimili og skóla og SAFT. Það er enginn annar en Lalli töframaður sem sér um fræðslu Snjallvagnins en hann notar meðal annars til þess töfra og létt glens. Víkurskóli þakkar fyrir þessa frábæru og fræðandi heimsókn.
Jólaþemasíðdegi 27. nóvember
/in frettir /by kennariJólaþemasíðdegi Foreldrafélags Víkurskóla í samstarfi við Ungmennafélagið Kötlu og Nemendafélag Víkurskóla
Kaffihúskvöld
/in frettir /by kennariNú styttist heldur betur í Kaffihúskvöldið okkar árlega, í tilefni af
Degi íslenskrar tungu
Útinám
/in frettir /by kennariInnan stundatöflu hjá 1. bekk er útinám alla fimmtudaga. Veðrið lék við okkur í dag og var verkefni dagsins að útbúa margfætlu úr haustlaufum. Eitt af meiginmarkmiðum útinámstíma er samvinna, vinátta og hjálpsemi og endum við alla tíma á frjálsum leik í skóginum. Myndirnar tala sínu máli.
Berjaferð – Göngum í skólann
/in frettir /by kennariÞann 3. september fóru nemendur og starfsfólk í berjaferð á Steigaraura sem eru vestan við Búrfell. Veðrið var frábært og fullt af berjum. Allir komu tilbaka berjabláir og með bros á vör. Við þökkum landeigendum kærlega fyrir að fá að fara á þennan fallega stað.
Þennan dag hófst líka lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann. Markmið verkefnisins, sem eru á vegum ÍSÍ, er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Í Víkurskóla er verkefnið líka nýtt til útináms og útiveru enda haustið frábær árstíð til þess.