Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Berjaferð – Göngum í skólann
/in frettir /by kennariÞann 3. september fóru nemendur og starfsfólk í berjaferð á Steigaraura sem eru vestan við Búrfell. Veðrið var frábært og fullt af berjum. Allir komu tilbaka berjabláir og með bros á vör. Við þökkum landeigendum kærlega fyrir að fá að fara á þennan fallega stað.
Þennan dag hófst líka lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann. Markmið verkefnisins, sem eru á vegum ÍSÍ, er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Í Víkurskóla er verkefnið líka nýtt til útináms og útiveru enda haustið frábær árstíð til þess.
Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025 – Víkurskóli reið á vaðið 2. september
/in frettir /by kennariÞað var sannur heiður fyrir Víkurskóla að vera falið það hlutverk af hálfu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að opna viðburðinn Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025 og vera fámennasti skólinn hingað til sem hefur tekið þetta verkefni að sér. Hlaupið fór fram nú í morgun við bestu mögulega aðstæður, stillt og hlýtt veður. Allir árgangar skólans og starfsmenn tóku þátt og hlupu ýmist 2.5 km, 5 km eða 10 km. Alls hlupu 9 nemendur lengstu vegalengdina sem er met hjá okkur. Hlaupið hófst á táknrænni athöfn á sal skólans þar sem yngsti og elsti nemandi skólans þau Bergrós Anna og Óliver Ísar, fengu afhentan fána Heilsueflandi skóla til þess að draga að húni við skólann. Að því loknu var upphitun við skólann og svo var gengið sem leið lá austur fyrir tjaldstæðið í Vík þar sem hlaupið var ræst formlega af lukkudýri ÍSÍ sem ber heitð Blossi. Af þessu tilefni færði Ragnhildur Skúladóttir hjá ÍSÍ skólanum að gjöf bolta, sippubönd og fleira fyrir nemendur að nýta í frímínútum og íþróttum og svo fengu allir nemendur kókómjólk frá MS þegar komið var í mark. Eftir hádegishlé fengu nemendur í unglingadeild fyrirlestur frá Birgi, sem starfar hjá Lyfjaeftirliti Íslands, um orkudrykki, skjánotkun og sjálfsmynd.
Takk fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og takk fyrir komuna í Víkurskóla.
Skólasetning
/in frettir /by kennariAðild Víkurskóla að Erasmus+
/in frettir /by VikurskoliAðild Víkurskóla að Erasmus+
Víkurskóli sótti um aðild að Erasmus+ áætluninni haustið 2022 og fékk samþykkta aðild í almennum skólahluta (leik- grunn- og framhaldsskólastig) vorið 2023. Aðild að Erasmus+ áætluninni felur í sér samkomulag milli skólans og Rannís, Landsskrifstofu Erasmus+ sem tryggir skólanum fjármagn til evrópsks samstarfs á tímabilinu 2023-2027. Í undirbúningi fyrir aðildarumsóknina var unnin áætlun um alþjóðastarf og sett fram markmið sem fela í sér ýmsan stuðning við skólaþróun innan skólans, veita nemendum tækifæri til þess að taka þátt í samstarfi við nemendur víðs vegar að úr Evrópu og gefa starfsfólki nýja möguleika í endurmenntun. Með því að fá Erasmus+ aðild er staðfest að Víkurskóli hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir sem hluta af stefnumörkun til framtíðar. Þeir skólar og stofnanir sem hafa staðfest aðild sína að áætluninni geta framvegis sótt um styrki til náms og þjálfunar á einfaldari hátt. Aðildin snýr eingöngu að náms- og þjálfunarverkefnum og er leið til að einfalda alþjóðastarf skóla og annarra þátttakenda.
https://www.erasmusplus.is/taekifaeri/skolar/
Gæðakröfur (Quality standards) Við umsóknarvinnuna er mikil áhersla lögð á að skólinn/stofnunin skilgreini mjög skýrt hvaða færni eða þekkingu hann telji þurfi helst að efla og þróa hjá nemendum og starfsfólki stofnunarinnar og er svo áætlun fyrir samstarfsverkefnum gerð samkvæmt því. Einnig skal taka fram að áhersla er lögð á af hálfu Erasmus+ að í verkefnavinnuna séu teknar mið af gæðakröfum (quality standards) og þær ofnar inn í öll þau athafnir og viðfangsefni sem unnin eru í samstarfinu. Þessar gæðakröfur getur maður stuttlega tekið saman sem:
Inngilding og margbreytni: Stofnunin þarf að tryggja sanngjörn skilyrði og jöfn tækifæri fyrir alla þátttakendur. Ef mögulegt er ættu stofnanir sem njóta styrks að taka virkan þátt og taka þátt þátttakendur með færri tækifæri í starfsemi sinni. Styrkþegasamtökin ættu að nýta sem mest þau tæki og fjármögnun sem áætlunin veitir fyrir þessum tilgangi.
Sjálfbærni og ábyrgð á umhverfinu: Stofnanir sem njóta styrks verða að stuðla að umhverfisvænni og ábyrgri hegðun meðal þeirra þátttakenda. Styrkþegar ættu m.a. að nýta fjármagnið veitt af áætluninni sem mest til að styðja við sjálfbæra ferðamáta.
Stafræn menntun: Stofnanir sem njóta styrks eiga að nota stafræn verkfæri og námsaðferðir til þess að styðja við þá vinnu sem fer fram í skólaheimsóknum. Verkefnin eiga að veita þátttakendum jöfnu aðgengi að tækni og hugbúnaði og möguleika til að læra á því. Þátttakendur vinna verkefni og eiga samskipti við samstarfsstofnanir í gegnum netmiðla og eiga að nota sér þann vettvang og möguleika sem samfélagsmiðlar og aðrir miðlar eins og t.d. eTwinning bjóða upp á.
Virk þátttaka í netverki Erasmus+ stofnana: Markmið áætlunarinnar er að styðja við þróun sameiginlegs fræðslu- og þekkingarsvæðis. Styrkþegar ættu að leitast við að gerast virkir meðlimir í netverki Erasmus+ stofnana til dæmis með því að hýsa þátttakendur frá öðrum löndum eða taka þátt í skiptum á góðum starfsháttum (good practices) og annarri samskiptastarfsemi á vegum landsskrifstofa eða annarra stofnana. Reyndar stofnanir ættu að deila þekkingu sinni við aðrar stofnanir sem hafa minni reynslu af áætluninni með því að veita ráðgjöf, leiðsögn eða annan stuðning.
Áætlun Víkurskóla:
Víkurskóli hefur gert fyrir sig áætlun til næstu fjögurra ára, þar sem ákveðið hefur verið hvað á að leggja áherslu á hverju ári og hverjir eiga að vinna verkefni það ár. Aðaláhersla Víkurskóla er á samstarfsverkefni fyrir nemendur, en á áætlun er einnig pláss fyrir endurmenntun starfsmanna.
2023 – 2024: Áhersla fyrir árið er að þróa tungumálakunnáttu (ensku) og þekkingu í upplýsingatækni hjá nemendum Víkurskóla. Verkefnið er unnið í samstarfi við framhaldsskóla á Gran Canaria og grunnskóla í Póllandi. Unnið er meðal annars með að læra á forritið Canva. Skólar eiga samskipti gegnum samfélagsmiðla, tölvupóst og WhatsApp. 9 nemendur og 2 starfsmenn fara frá skólanum í samskipti (mobility). Tveir starfsmenn fara í skuggakennslu til Noregs í 14 daga.
2024 – 2025: Áhersla lögð á áframhaldandi þróun af tungumálakunnáttu (ensku) og skapandi skrif. Skólinn er í samskiptum við framhaldsskóla í Przemysl, Póllandi, sem er tungumálaskóli. 9 nemendur og 2 starfsmenn fara frá skólanum í samskipti (mobility).
2025 – 2026: Þetta árið skoðum við umhverfismeðvitund og umhverfisvæna lífshætti. Nemendur og starfsmenn fái þjálfun í sjálfbæra lifnaðarhætti og förum dýpra í að skoða þætti eins og til dæmis umhverfisvænni orkugjafa. Hugmyndin er að í lok árs eigi að liggja fyrir afurð eins og t.d. bæklingur sem nemendur hafa unnið um hvernig maður getur verið umhverfisvænni í hversdagslífinu sínu sem verði svo dreift í sveitarfélaginu. 9 nemendur og 2 starfsmenn fara í samskipti (mobility), auk þess sem 2 starfsmenn fái tækifæri til að fara í skuggakennslu.
2026 – 2027: Síðasta árið ætlum við að tengja verkefnin við heilsueflandi skóla og skoða hvernig samstarfsaðilar okkar vinna með því í sínum skólum að efla heilbrigði og vellíðan meðal nemenda og starfsfólks. Hvernig er unnið með að minnka stress og að byggja upp mótstöðu á móti kulnun og veikindum, bæði hjá nemendum og starfsmönnum. 10 nemendur og 3 starfsmenn fara í samskipti (mobility).
Skólaslit Víkurskóla
/in frettir /by kennariVíkurskóla var slitið með formlegum hætti 2. júní sl. Við skólaslit voru 66 nemendur skráðir í skólann. Tveir starfsmenn létu af störfum, þær Erla Þórey Ólafsdóttir kennari og Anna Birna Björnsdóttir stuðningsfulltrúi, Víkurskóli þakkar þeim fyrir góð störf og ánægjulega samfylgd.. Að þessu sinni útskrifuðust 7 nemendur úr 10. bekk, Víkurskóli óskar þeim innilega til hamingju og bjartrar framtíðar. Hér má sjá mynd af þessum glæsilega hópi.
Frá vinstri; Íris Anna Orradóttir, Sóley Karitas Sveinsdóttir, Ólöf Ósk Bjarnadóttir, Bjarni Steinn Vigfússon, Kristín Gyða Einarsdóttir, Dalrós Jóna Guðnadóttir og Aníta Ósk Reynisdóttir. Á myndinni er líka umsjónarkennari hópsins Victoria Reynholdsdóttir.
Vorgleði á Syngjandanum
/in frettir /by VikurskoliÞriðjudaginn 27. maí nýttu nemendur á unglingastigi vorblíðuna og skelltu sér á Syngjandann. Nemendur, kennarar og stuðningsfulltrúi áttu notalega stund saman og grilluðu sykurpúða, fóru í feluleik og spiluðu Kubb.

Foreldrakynning á unglingastigi
/in frettir /by VikurskoliMánudaginn 26. maí buðu nemendur á unglingastigi foreldrum sínum að koma og sjá brot af vinnu vetrarins. Nemendur úr 9.-10.b kynntu Erasmus+ verkefnið og sögðu frá ferðalagi sínu til Póllands á dögunum og hvernig þau tóku á móti pólskum nemendum. Einnig sýndu nemendur myndbönd sem þeir höfðu unnið upp úr Gunnlaugs sögu Ormstungu og Hrafnkels sögu Freysgoða, sem og myndir og myndbönd af tilraunum sem þau unnu í eðlis- og efnafræði. Foreldrar fjölmenntu á kynninguna og áttum við góða stund saman.
Skólaslit
/in frettir, Uncategorized /by Vikurskoli