Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Skólahreysti 2022.
/in frettir /by VikurskoliKeppnislið Víkurskóla stóð sig með prýði í undanúrslitum Skólahreysti sem fram fór 27. apríl í beinni útsendingu á Rúv og hafnaði hópurinn í 4 sæti riðilsins. Stuðningslið nemenda í 7.-10. bekk fylgdi sínu liði fast eftir og lét sitt ekki eftir liggja á óhorfendapöllunum. Keppnislið Víkurskóla skipaði, Arnfríður Mára, Egill, Patrik Örn, Kristófer Ek og Stephanie Ósk. Við óskum þessum glæsilega hópi til hamingju. Þjálfari liðsins í vetur er Katrín Waagfjörð íþróttafræðingur. Það er ekki sjálfgefið að svona lítill skóli eins og okkar geti tekið þátt viðlíka keppni og att kappi við miklu fjölmennari skóla. Nemendur Víkurskóla eru í dag 57 talsins.
Röddin, upplestrarkeppni.
/in frettir /by VikurskoliÞann 28. apríl fór fram lokakeppni Raddarinnar upplestrarkeppni 7. bekkinga. Keppnin fór að þessu sinni fram á Kirkjubæjarklaustri. Þar kepptu nemendur úr skólunum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auk Vestmannaeyja í upplestri á texta og ljóðum. Keppendur Víkurskóla þær Íris Anna Orradóttir og Aníta Ósk Reynisdóttir stóðu sig með sóma og Íris Anna varð í 3. sæti í þessari lokakeppni.
Vorhreinsun í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliDaginn eftir vel heppnaða árshátíð Víkurskóla tóku nemendur og starfsfólk Víkurskóla sig til og fóru í allsherjar hreinsun á skólalóðinni. Eins og annars staðar í þorpinu hafði gífurlegt magn af sandi borist inn á lóðina í vetur og því ekki vanþörf á að bregðast við. Allir stóðu sig með miklum sóma og það er öruggt að einhver tonn af sandi voru fjarlægð. Ekki spillti nú fyrir að veðrið var dásamlegt og sannarlega einn af okkar fyrstu góðu vordögum. Eftir hádegið var svo farið í leiki á útilóðinni og sundlauginni áður en farið var í langþráð páskafrí. Það var gaman að hefja skólastarfið að nýju í dag í frábæru veðri með svona vel hreinsaða skólalóð. Myndirnar tala sínu máli.
Röddin, upplestrarkeppni Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÞann 29. mars fór fram skólakeppni upplestrarkeppninnar Raddarinnar. Röddin tekur við af Stóru upplestrarkeppninni sem lauk göngu sinni á síðasta ári. Nú munu skólarnir í Rangarvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auk Grunnskóla Vestmannaeyja sameinast um að halda árlega héraðskeppni undir nafninu Röddin. Nemendur 7. bekkjar Víkurskóla hafa æft upplestur af kappi í vetur og stóðu sig afar vel í skólakeppninni. Það verða þær Íris Anna og Aníta Ósk sem munu lesa upp á héraðskeppninni sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri í lok apríl n.k. Við þökkum krökkunum í 7. bekk og umsjónarkennara þeirra, Þuríðar Lilju Valtýsdóttur kærlega fyrir flottan viðburð.
Vorið og páskar nálgast.
/in frettir /by VikurskoliÞessar fallegu körfur unnu nemendur 1.-2. bekkjar í listatíma. Þær minna okkur á að vorið og páskarnir nálgast og svo er líka gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni
Fulltrúi Víkurskóla á Barnaþingi.
/in frettir /by VikurskoliBarnaþing var haldið í Hörpu dagana 3. og 4. mars til að ræða ýmis samfélagsmál sem tengjast mannréttindum, skóla-og menntamálum og umhverfismálum. Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands, setti þingið sem fór fram með þjóðfundarsniði. Rúmlega 100 börn komu saman á þinginu. Guðjón Örn Guðmundsson, nemandi í 8. bekk hér í Víkurskóla sat þingið og vann í hópi umhverfismála. Í lok þings voru niðurstöður formlega afhentar forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og umhverfisráðherra sem jafnframt svöruðu spurningum barnanna. Niðurstöður þingsins verða svo í framhaldinu gefnar út í skýrslu og það verður áhugavert að sjá hvað börn á Íslandi hafa til málanna að leggja.
Egyptaland hið forna.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 3. og 4. bekk eru að vinna með sögu mannkyns. Þau hafa verið að fræðast um Egyptaland hið forna, þau vita að þar réðu konungar sem kallaðir voru faraóar, fólkið vann fyrir faraóana sem lét það hlaða pírramída þeim og guðunum til dýrðar. Krakkarnir vita líka að líkömum háttsetts fólks var breytt í múmíur og þær settar í kistur sem settar voru í grafhýsi inni í píramídunum. Hér má sjá nemendur í skapandi starfi byggja líkön af slíkum byggingum og eins og við alla byggingarlist reynir á útsjónarsemi, samvinnu og stærðfræði.
Gjöf til söfnunar fyrir Hreystibraut við Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliKvenfélag Dyrhólahrepps færði skólanum peningagjöf að upphæð 200 þúsund krónur til styrktar hreystibrautarverkefni Víkurskóla. Söfnun vegna hreystibrautarinnar stendur enn yfir og áætlað að henni ljúki fyrir vorið. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hafa samband við skólann og eins er enn hægt að styrkja verkefnið með kaupum á vönduðum sokkum frá Icewear. Á myndinni má sjá stjórn Kvenfélags Dyrhólahrepps og skólastjóra þegar gjöfin var formlega afhent. Víkurskóli þakkar félaginu rausnarlega gjöf og hlýhug til skólans.
Þorrablót Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliAð venju héldum við þorrablót með okkar hefðbundnu sniði. Að vísu þurftum við að færa það til þar sem covid bankaði hressilega uppá. Þorramaturinn var á sínum stað að honum loknum söfnuðust allir saman á sal skólans og nemendaráð flutti annál ársins, allir sungu þjóðleg lög af hjartans lyst og svo síðast en ekki síst var tekið í spil. Yngri nemendur spiluðu Ólsen, Ólsen og eldri nemendur spiluðu félagsvist. Í fyrsta sæti í eldri hópnum, annað áríð í röð var Björn Vignir og Maksimyllian var sigurvegari í Ólsen, Ólsen keppninni. Við óskum til hamingju. Þessi dagur var í alla staði velheppnaður.