Í tilefni af 100 ára ártíð Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu sem var fædd og uppalinn í Vík var haldin stutt dagskrá og listasýning þann 1. desember sl. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Kötluseturs og Víkurskóla. Nemendur í 3.-6. bekk heimsóttu Kötlusetur á haustdögum þar sem Harpa Elín forstöðukona tók á móti þeim og fræddi þau um Sigrúnu og hennar merkilega lífshlaup og listamannsferil. Kötlusetur heldur jafnframt utan um sýningu á verkum Sigrúnar auk fiski-og fraktskipsins Skaftfellings sem Sigrún stóð fyrir að flytja til Víkur og bjarga honum frá endanlegri eyðileggingu. Í kjölfarið á fræðslunni sem nemendur fengu í Kötlusetri unnu nemendur verk undir leiðsögn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur listakennara innblásinn af verkum Sigrúnar. Á viðburðinum voru verk nemenda til sýnis auk listaverka Sigrúnar sem fengin voru að láni. Harpa Elín og Kolbrún stýrðu stundinni og sögðu frá Sigrúnu. Í lokin sungu allir saman. Til stóð að viðburðurinn yrði stærri í sniðum og opin öllum en slíkt var ekki hægt vegna samkomutakmarkanna. Viðburðurinn var afar vel heppnaður og dæmi um farsælt samstarf skólans við Kötlusetur. Verkefnið hefur jafnframt skírskotun til Kötlu Unesco jarðvangs þar sem skólinn er einn af Geo-skólum jarðvangsins og hefur um leið, m.a. það hlutverk að miðla menningu og sögu til nemenda.
Sigrún Jónsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 19. ágúst 1921. Hún ólst upp í Vík í Mýrdal sem mótaði hana og þar hafði hún alltaf sínar sterku rætur. Sigrún lauk námi frá Kvennaskólanum og síðar Kennaraskóla Íslands. Sigrún nam síðar list í Danmörku, Svíþjóð og víðar. Sigrún helgaði sig listinni og varð ein fremsta kirkjulistakona Norðurlanda. Hún átti alltaf sterkar taugar til sinnar heimabyggðar í Vík og ræddi oft hversu uppvaxtarárin hefðu mótað sitt líf mikið.
Skák í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliEinn af viðburðum á jóladagskráinni okkar var að fá kynningu á skák í skólann. Skák nýtur vaxandi vinsælda á nýjan leik hjá börnum og er það mjög ánægjulegt. Þessi viðburður var skipulagður í samstarfi við Ungmennafélagið Kötlu. Stefán Bergsson kennari kom á vegum Skáksambands Íslands og var með kynningu og kennslu í skák í öllum námshópum. Ungmennafélagið Katla keypti 10 töfl sem skólinn fær að hafa afnot af og skólinn fjárfesti í skákklukkum. Í lok dags var Stefán jafnframt með stutta kynningu fyrir kennara og starfsmenn. Það er öruggt að þessi heimsókn mun glæða áhuga margra á skákinni.
Sigrúnarstund í Víkurskóla á fullveldisdaginn 1. desember.
/in frettir /by VikurskoliÍ tilefni af 100 ára ártíð Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu sem var fædd og uppalinn í Vík var haldin stutt dagskrá og listasýning þann 1. desember sl. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Kötluseturs og Víkurskóla. Nemendur í 3.-6. bekk heimsóttu Kötlusetur á haustdögum þar sem Harpa Elín forstöðukona tók á móti þeim og fræddi þau um Sigrúnu og hennar merkilega lífshlaup og listamannsferil. Kötlusetur heldur jafnframt utan um sýningu á verkum Sigrúnar auk fiski-og fraktskipsins Skaftfellings sem Sigrún stóð fyrir að flytja til Víkur og bjarga honum frá endanlegri eyðileggingu. Í kjölfarið á fræðslunni sem nemendur fengu í Kötlusetri unnu nemendur verk undir leiðsögn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur listakennara innblásinn af verkum Sigrúnar. Á viðburðinum voru verk nemenda til sýnis auk listaverka Sigrúnar sem fengin voru að láni. Harpa Elín og Kolbrún stýrðu stundinni og sögðu frá Sigrúnu. Í lokin sungu allir saman. Til stóð að viðburðurinn yrði stærri í sniðum og opin öllum en slíkt var ekki hægt vegna samkomutakmarkanna. Viðburðurinn var afar vel heppnaður og dæmi um farsælt samstarf skólans við Kötlusetur. Verkefnið hefur jafnframt skírskotun til Kötlu Unesco jarðvangs þar sem skólinn er einn af Geo-skólum jarðvangsins og hefur um leið, m.a. það hlutverk að miðla menningu og sögu til nemenda.
Sigrún Jónsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 19. ágúst 1921. Hún ólst upp í Vík í Mýrdal sem mótaði hana og þar hafði hún alltaf sínar sterku rætur. Sigrún lauk námi frá Kvennaskólanum og síðar Kennaraskóla Íslands. Sigrún nam síðar list í Danmörku, Svíþjóð og víðar. Sigrún helgaði sig listinni og varð ein fremsta kirkjulistakona Norðurlanda. Hún átti alltaf sterkar taugar til sinnar heimabyggðar í Vík og ræddi oft hversu uppvaxtarárin hefðu mótað sitt líf mikið.
Slökkviliði Mýrdalshrepps komu og heimsóttu 3. og 4. bekk.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í fyrsta og öðrum bekk eru komin í jólaskap, það er jólaálfurinn líka sem að hefur stundum tekið á móti þeim í stofunni að undanförnu.
Jóladagskrá Víkurskóla 2021
Jóladagskrá 2021
Kaffihúskvöldi Víkurskóla sem vera átti fimmtudaginn 18. nóvember n.k. er frestað um óákveðinn tíma vegna hertra samkomutakmarkana.
Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði.
/in frettir /by VikurskoliDagana 18. – 22. október fóru nemendur í 6. og 7. bekk í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þar er markmið m.a. að auka samstöðu og efla samvinnu og sjálfstæði nemanda. Yfir daginn tóku þau þátt í fjölbreyttri dagskrá á vegum skólabúðanna svo sem heimsókn á Byggðarsafnið, náttúrufræði, fjöruferð, íþróttum og skemmtilegum leikjum. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem nemendur voru með ýmis skemmtiatriði. Hópurinn okkar tók þátt í hárgreiðslukeppni og sigraði hana með glæsibrag. Allir nemendurnir voru til fyrirmyndar í framkomu og námi, eignuðust góða vini og voru verulega ánægðir með dvölina.
Vinabekkurinn okkar.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.og 2. bekk skólans taka nú þátt í verkefni sem ber heitið vinabekkurinn okkar. Þau eru með þessu móti að mynda tengsl við jafnaldra sína í Laugalandsskóla í Holtum. Þetta finnst þeim afar áhugavert og verður margt í skólastarfinu mun áhugaverðara en ella, enda þarf að deila annsi mörgu með þessum vinum okkar í Laugalandsskóla. Á dögunum skrifuðu þau vinabekknum bréf og í tilefni af bleikum október voru bréfin að sjálfsögðu sett í bleik umslög. Að auki hafa þau unnið að því um nokkurt skeið að kynna fyrirvinabekknum sögu landnámsmannsins Hjörleifs Hróðmarssonar enda nam hann land á okkar svæði. Af því tilefni brugðu þau sér í gerfi Víkinga og sigldu í þeirra ímyndaða heimi til Íslands og námu land við Hjörleifshöfða.
List fyrir alla í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÍ dag fengum við heldur betur góða gesti í Víkurskóla en það voru þeir landsþekktu skemmtikraftar og listamenn Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Yfirskrift sýningarinnar var Ein stór fjölskylda. Felix fræddi börnin um hvernig fjölskyldur nútímans geta verið mismunandi, Gunnar sagði frá því hvað hann hefur í huga þegar hann semur skáldsögur fyrir börn og svo í lokin slóu þeir félagar upp söngveislu. Víkurskóli þakkar af alhug fyrir þessa góðu heimsókn sem er hluti af menningarverkefninu List fyrir alla.
Nýjar tölvur – loksins!
/in frettir /by VikurskoliNú í haust fékk skólinn 12 nýjar fartölvur og hleðsluskáp. Þessi búnaður leysir af hólmi gamlar borðtölvur sem skólinn hafði notað í nokkur ár. Þetta er afar góð viðbót við kennslugögn skólans auk þess sem dýrmætt pláss skapast á bókasafninu sem hýsti tölvubúnaðinn áður. Á myndinni má sjá áhugasama nemendur í 7.-8. bekk í upplýsingatækni.