Víkurskóli er hluti af verkefninu Heilsueflandi grunnskóli þar sem markvisst er unnið að heilsueflingu í starfi. Í því felst meðal annars að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Miðvikudaginn 8. september s.l. hófst verkefnið „Göngum í skólann“. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til þess að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla, hvort sem það er að ganga, hjóla eða annað.
Af því tilfefni voru nemendur skólans kallaðir á sal þar sem verkefnið var útskýrt. Fáni heilsueflandi grunnskóla var svo dreginn að húni, en hann markar velgengni okkar í verkefninu. Að því loknu fóru nemendur skólans saman út á íþróttavöll og hlupu í skarðið.
Strandmælingar.
/in frettir /by VikurskoliFimmtudaginn 9. september hófust strandmælingar að nýju en það er samstarfsverkefni Víkurskóla og Kötlu jarðvangs. Hlutverk nemenda er að mæla kornastærð í fjörunni, taka myndir og staðsetja GPS-hnit sem starfsfólk Kötluseturs vinnur svo úr. Hér má sjá nokkrar myndir af mælingum dagsins.
Göngum í skólann.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóli er hluti af verkefninu Heilsueflandi grunnskóli þar sem markvisst er unnið að heilsueflingu í starfi. Í því felst meðal annars að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Miðvikudaginn 8. september s.l. hófst verkefnið „Göngum í skólann“. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til þess að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla, hvort sem það er að ganga, hjóla eða annað.
Af því tilfefni voru nemendur skólans kallaðir á sal þar sem verkefnið var útskýrt. Fáni heilsueflandi grunnskóla var svo dreginn að húni, en hann markar velgengni okkar í verkefninu. Að því loknu fóru nemendur skólans saman út á íþróttavöll og hlupu í skarðið.
Samskipti, vinátta félagsfærni barna
/in frettir /by VikurskoliFyrirlestur Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors verður í Víkurskóla fimmtudaginn 16. september klukkan 17.
Sjá nánar: Vanda – fyrirlestur fyrir foreldra
Víkurskóli settur skólaárið 2021-2022
/in frettir /by VikurskoliSkólasetning Víkurskóla fór fram í dag fimmtudaginn 26. ágúst. Að venju fjölmenntu foreldrar/forráðamenn með sínum barni/börnum. Í vetur stunda 56 nemendur nám við skólann í fimm námshópum. Skólinn fékk góða gjöf í dag þegar Kvenfélag Dyrhólahrepps færði skólanum Kitchen aid hrærivél. Aldeilis góð viðbót við búnað skólans sem nýttur er til heimilisfræðikennslu. Við sendum kvenfélaginu kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Það er ánægjulegt að segja frá því að smíðakennsla fer af stað í skólanum eftir 6 ára hlé og er mikil ánægja og tilhlökkun með að það varð veruleika. Nýtt skólaár er nýtt upphaf og skólasamfélagið horfir björtum augum fram á veginn.
Skólaslit Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 28. maí s.l. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.
Skólastjóri
Nemendasjóður fær peningagjöf.
/in frettir /by VikurskoliEinn af velunnurum Víkurskóla hún Guðný Guðnadóttir kom færandi hendi í morgun og færði ferðasjóði nemenda peningagjöf eins og hún hefur gert í mörg ár. Tilefni gjafarinnar og skilyrði er að nemendur Víkurskóla séu reyklausir og noti hvorki tóbak né munntóbak. Guðný ávarpaði nemendur í 5.-7. bekk og hvatti þau til að neita aldrei tóbaks. Hún sagði þeim m.a. frá því að hún sjálf leggi ávallt fyrir andvirði þess sem hún myndi nota í tóbak ef hún neytti þess og peningana hefur hún notað til ferðast fyrir og jafnvel boðið einhverjum með sér í slíkar ferðir. Guðný er nemendum Víkurskóla góð fyrirmynd og skólinn er henni þakklátur fyrir hennar gjafmildi. Guðný færði skólanum jafnframt leiserbendill að gjöf. Það voru fulltrúar nemendaráðs í hópnum sem veittu gjöfunum viðtöku.
Bátaverkefni 1.-2. bekkjar.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.-2. bekk unnu samþætta lokaverkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Markmið verkefnisins var ma. að kynna nemendum sögu Skaftfellings og siglingar hans til Víkur farmurinn var margvíslegur en m.a. nýlenduvörur. Nemendur fræddust um að áður fyrr komu vörurnar á vorin með skipi en í dag getum við fengið vörur með flutningabílum daglega. Nemendur hönnuðu sína eigin báta og þeir voru ,,sjósettir’’ á læknum við tjaldstæðið í Vík, farmurinn var ekki hveiti og rúgur heldur var að þessu sinni notast við Cherrios. Skemmtileg samþætting námsgreina og nemendur voru margs vísari og nutu sín við að fleyta bátunum á læknum.
Fleiri Myndir.
Gleðigjafar heimsóttu íbúa Hjallatúns.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í 1.-4. bekk fóru í veðurblíðunni núna í maí í heimsókn til íbúa á Hjallatúni og sungu fyrir þá ýmis falleg vorlög undir stjórn Margrétar Steinunnar Guðjónsdóttur. Heimsóknir barna í Víkurskóla m.a. á Hjallatún eru fastur liður í skólastarfinu og hafa þann tilgang að gleðja aðra og styrkja böndin við nærsamfélagið. Eins og alltaf var tekið afar vel á móti krökkunum og þau voru leyst út með veitingum.