Náttúrfræði á unglingastigi

Nemendur unglingadeildar hafa seinustu vikurnar verið að læra um lífverur í náttúrufræðinni og einn liður í þeirri kennslu  er að læra að kryfja fisk.

Markmiðið með verkefninu er að nemendur fái að skoða lífveru úr íslenskri náttúrú nánar; ræða uppbyggingu lífveru og líffærafræði, hvernig útlit og líkamsbyggingu spegla lifnaðarhættir auk þess sem tilgangurinn er að efla áhuga, virkni og þáttöku nemenda í náttúrufræðinámi.

Við sendum sérstakar þakkir til Lindarfisk sem svo rausnarlega útvegaði okkur fisk til að kryfja. Myndirnar sína áhugasama nemendur í þessu flotta verkefni.

Victoria Reinholdsdóttir náttúrufræðikennari

Fleiri Myndir

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Einn af föstum liðum í skólastarfinu er að allir nemendur og starfsmenn taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Að þessu sinni varð 9. október fyrir valinu og má með sanni segja að þetta hafi verið einn af dásamlegustu og veðurblíðustu dögum haustsins. Krakkarnir stóðu sig afskaplega vel. Þau gátu valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að þessu sinni gerðu  4 nemendur sér lítið fyrir og hlupu hver um sig 10 kílómetra. Alls hlupu nemendur 330 km!  Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Fleiri Myndir.

Útivistarval

Nemendur í útivistarvali á unglingastigi hafa í haust tekist á við ýmsar áskoranir eins og að klífa fjöll, kveikja eld og grilla pylsur í hagléli. Jafnframt hafa krakkarnir fræðst um ýmislegt sem tengist því að stunda útivist. Við búum svo vel í nærumhverfi Víkurskóla að hafa aðgang að fallegum gönguleiðum og stöðum til að skoða. Hér eru nokkrar myndir sem Magga Steina kennari hópsins, tók af krökkunum.

Fleiri myndir.

Stærðfræðifjör í 3.-7. bekk.

Reglulega hittast nemendur þvert á aldur og námshópa og vinna skapandi verkefni í stærðfræði. Hér gefur að líta myndir frá síðasta stærðfræðifjöri.

Fleiri myndir

Dagur íslenskrar náttúru

Á degi íslenskrar náttúru fóru nemendur, 1. og 2. bekkjar og gerðu náttúrulistaverk í Víkurfjöru. Á leiðinni fræddust nemendur um haustið, örnefni og það sem fyrir augu bar á leiðinni, síðan vöru sköpuð mismunandi listaverk, allt eftir innblæstri nemenda. Þau söktu sér í listsköpunina. Þegar heim var komið töluðum við um Ómar Ragnarsson, sem dagurinn er tileinkaður, en hann átti 80 ára afmæli. Nemendur 3. – 4. bekkjar fóru í útikennslustofu skólans á Syngjandanum, sögðu sögur, fræddust um Ómar og hans mikla starf í þágu íslenskrar náttúru, lagt var á ráðin um næstu útikennsluferð, sungin nokkur lög og farið í frispígolf. Þetta var góður og eftirminnilegur dagur.

Fleiri Myndir

Heimsókn 8.-9. bekkjar í Kötlusetur

Nemendur í 8.-9. bekk læra þessa dagana undir stjórn Möggu Steinu samfélagsfræðikennara þeirra um steintegundir á Íslandi og jarðvætti í Kötlu jarðvangi. Liður í þessari fræðslu var heimsókn í fræðasetrið okkar Kötlusetur þar sem Vala og Jóhannes tóku á móti krökkunum og þau fengu verklega fræðslu í að greina steintegundir.

Fleiri myndir

List fyrir alla

Síðastliðinn mánudag fengum við góða gesti í skólann gegnum verkefnið List fyrir alla. Það voru þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem kalla sig Dúó Stemmu. Þau spiluðu, sungu og léku á ýmis hljóðfæri, hefðbundin og heimatilbúin m.a. hrossakjálka, skyrdós og sandpappír. Sannarlega tónleikhús með fullt af spennandi hljóðum, íslenskum þulum og lögum.

Fleiri myndir

Útikennsla á Syngjandanum

Nemendur í 1.-2. bekk fóru í tónmenntatíma í útikennslustofu skólans á Syngjandanum í vikunni. Blíðskaparveður og kjörið að hlusta á náttúruhljóðin.

 

Fleiri myndir

Haustlitaferð Víkurskóla

Allir nemendur og starfsfólk Víkurskóla fóru í árlega haustferð 8. september. Að þessu sinni var farið í vettvangsferð og berjamó upp í Hafursey. Veðrið var ágætt og allir nutu dásamlegrar útivistar. Sumir týndu alveg helling af berjum en aðrir borðuðu þau á staðnum. Markmið svona vettvangsferðar er fjölþætt og kemur inn á mjög marga þætti í áherslum Víkurskóla. Nemendur læra um náttúru nærumhverfisins og hvernig ber að umgangast hana sem er partur af Jarðvangsskólanum, nemendur blandast þvert á aldur í skemmtilegri samveru sem er það sem þau sjálf hafa óskað eftir og svo síðast en ekki síst er svona ferð mikilvæg fyrir Heilsueflandi skólastarf.

 

Fleiri Myndir

Dagur læsis

Dagur læsis var 8. september sl. að því tilefni fóru nemendur í 3.-4. bekk í heimsókn með Hrund umsjónarkennara á leikskólann Mánaland og nemendur lásu fyrir leikskólabörnin. Báðir hópar höfðu mjög gaman af heimsókninni eins og sjá má á af myndunum. Læsi er grundvöllur alls skólastarfs. Í Víkurskóla er unnið markvisst með lestur. Í skólanum er lesið með fjölbreyttum hætti eina kennslustund á dag, allir bekkir á sama tíma. Þetta er rúllandi kerfi þannig að ekki er alltaf um sömu kennslustund að ræða. Krakkarnir eru mjög áhugsöm í lestrarnáminu en jafnframt er nauðsynlegt að foreldrar og heimili standi þétt með skólanum í að gera krakkana fluglæsa.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is