Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Samþættingarverkefni varðandi umhverfið
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 2. og 3. bekk eru undanfarið búnir að vera að vinna að þematengdu samþættingarverkefni varðandi umhverfið, sjálfbærni og mengun og rusl í umhverfinu. Rætt var um skaðsemi plasts í umhverfinu og hvernig við viljum ganga um náttúruna, farið var í ruslatínsluferðir um nágrennið, ruslið flokkað, vigtað og farið með það í endurvinnslu. Tekið var til hliðar það rusl sem við töldum að nýta mætti til listrænnar endurvinnslu og unnið með það í að búa til hin ýmsu listaverk, eins og eldfjall, fjós, veitingastað í þorpinu og náttúrulistaverk
Dagur stærðfræðinnar – Sköpun og samvinna í anda tölunnar pí
/in frettir /by VikurskoliÞann 14. mars var haldið upp á Dag stærðfræðinnar í grunnskólanum okkar. Dagsetningin er engin tilviljun, en 14.3. vísar til tölunnar π (pí) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar.
Að þessu sinni var þema dagsins „Stærðfræði, listir og sköpun“. Allir nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum þar sem unnið var í blönduðum hópum þvert á aldur. Elstu og yngstu nemendur unnu saman að spennandi viðfangsefnum sem byggðu á tengingu stærðfræði við myndlist, hönnun og sköpun.
Dagurinn var bæði notalegur og gott uppbrot frá hefðbundnu skólastarfi. Það var gaman að sjá hversu fjölbreyttar nálganir urðu til þegar stærðfræðin fékk að blómstra í gegnum listir og sköpun.
Árshátíð 2025
/in frettir /by VikurskoliHönd í hönd
/in frettir /by VikurskoliAlþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti var 21.mars síðastliðin. Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti fór fram 16.-23. mars og voru grunnskólar og félagsmiðstöðvar á landinu öll hvött til að taka þátt. Víkurskóli tók höndum saman og myndaði keðju á skólalóðinni og sýndi þannig samstöðu með margbreytileika. Við tókum einnig þátt með samtali við nemendur um rasisma, beinan og óbeinan, og mikilvægi virkrar samstöðu.
1-1-2 dagurinn
/in frettir /by VikurskoliÞann 11.2 ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn. Dagurinn er til þess að minna landsmenn, ekki síst börn og unglinga, á númerið sem allir þurfa að kunna í neyð.
Viðbragðsaðilar í Mýrdalshreppi létu sitt ekki eftir liggja, en slökkvilið, sjúkraflutningamenn, lögregla og björgunarsveit mættu og sýndu hin ýmsu tæki.
Nemendur fengu færi á að skoða dótið, setjast inn í bílana, kveikja á sírenum og alls konar skemmtilegt.
Við þökkum viðbragðsaðilunum kærlega fyrir komuna.
Þjóðlegir dagar og þorrablót
/in frettir, Uncategorized /by VikurskoliÁ dögunum voru haldnir þjóðlegir dagar, en þeir eru orðnir að árlegum viðburði hjá okkur hér í Víkurskóla. Þá er unnið með ýmislegt sem tengist íslenskum hefðum, t.d. þjóðsögur, lopapeysumynstur, hjátrú og kveðskap. Þjóðlegum dögum lauk svo með hinu árlega þorrablóti Víkurskóla sem fór fram með hefðbundnu sniði. Nemendur og starfsfólk nutu þess að borða […]
Þjóðlegir dagar
/in frettir /by VikurskoliLestrartréð, lestrarátak Skólabókasafnsins
/in frettir /by VikurskoliSkólabókasafnið okkar hefur aldeilis tekið stakkaskiptum í vetur undir stjórn Lisu Kaplon bókasafnsfræðings. Undir hennar stjórn var mjög skemmtilegt lestrarhvatningarverkefni á aðventunni. Í næstu viku fer af stað lestrarátak fyrir vorönn sem er samstarfsverkefni Lisu og Editar listakennara og nemenda í 4.-6. bekk. Lestrarátakið kalla þær Lestrartréð. Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að kíkja við á bókasafninu.
Hér fylgir líka tengill á kynningarbréf vegna þessa frábæra verkefnis. Lestrarátak vorönn 2025 – boðsbréf