Jóladagskrá Víkurskóla
Hér er yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni fram að jólaleyfi nemenda.
Hér er yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni fram að jólaleyfi nemenda.
Víkurskóli heldur upp á Dag íslenskrar tungu með árlegu kaffihúskvöldi, að þessu sinni 17. nóvember sl. Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir komu á þennan árlega viðburð sem við höfum þurft að fella niður sl tvö ár. Nemendur sáu um að baka, skreyta og raða upp með starfsmönnum skólans. Nemendur í 3.-6. bekk lásu upp ljóð og nemendur í forskóla og 1.-6. bekk sungu. Aðalgestur kvölsins var rithöfundurinn og ljóðskáldið góðkunna Gerður Kristný. Í alla staði vel heppnaður viðburður.
Þann 9. nóvember var hreystibraut formlega vígð við Víkurskóla, rétt rúmu ári eftir að hugmyndin kviknaði. Margir lögðu verkefninu lið með fjárstuðningi og fyrir það er skólinn mjög þakklátur sem og sveitarfélaginu fyrir að gera verkefnið að veruleika. Andrés Guðmundsson skólahreystifrömuður og hönnuður brautarinnar kynnti brautina og Einar Freyr sveitarstjóri flutti stutt ávarp. Það voru svo Björn Vignir Ingason formaður nemendafélags Víkurskóla og Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar sem klipptu á borðann. Sannarlega góð viðbót við íþróttamannvirki og afþreyingaraðstöðu í sveitarfélaginu. Hreystibrautin mun að sjálfsögðu nýtast öllum í samfélaginu. Það er jafnframt gaman að segja frá því að þetta er fyrsta hreystibrautin sem sett er upp á Suðurlandi.
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is