Nemendur 9.-10.bekkjar fóru í leikhús
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 9.-10. bekk fengu heimboð í Hvolsskóla á leiksýninguna ,,Góðan daginn faggi“. Fyrir sýningu voru nemendur boðnir í mat í Hvolsskóla og þaðan var haldið í Félagsheimilið Hvol.
Þetta er sýning sem upphaflega var sett upp í Þjóðleikhúsinu við mikið lof og hefur síðan farið víða um land sem farandssýning. Góðan daginn, faggi er eins manns heimildasöngleikur unnin upp úr dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum. Höfundarnir eru hinsegin fólk sem öll ólust upp á landsbyggðinni, Bjarni Snæbjörnsson leikari frá Tálknafirði, Axel Ingi Árnason tónskáld úr Eyjafjarðarsveit og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri frá Hrísey. Í sköpunarferli sýningarinnar ræddu höfundar jafnframt við ótal hinsegin manneskjur og stóðu reglulega fyrir opnum leiklestrum og kynningum í tengslum við Hinsegin daga og í samstarfi við Samtökin ‘78.
Víkurskóli þakkar fyrir góðar mótttökur á Hvolsvelli.
Dagur stærðfræðinnar
/in frettir /by VikurskoliVinningssæti í Lífshlaupinu
/in frettir /by VikurskoliNemendur Víkurskóla stóðu sig afar vel í hvatningarverkefni ÍSÍ, Lífshlaupinu. Þau lentu í 2. sæti í sínum flokki og fengu fínan verðlaunaskjöld afhentan. Þátttaka nemenda í skólanum var 100%. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki alltaf upp á það besta á meðan á keppninni stóð létu nemendur það ekkert á sig fá og voru líka dugleg að vera úti og hreyfa sig meðfram hreyfingu í íþróttahúsinu. Til hamingju krakkar!
Lífshlaupið hefur fest sig í sessi sem skemmtilegt uppbrot og hvatning í heilsueflandi skólastarfi.
Starfsfólk Víkurskóla stóð sig jafnframt með mikilli prýði, þar var þátttakan mjög góð og 4. sæti í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins flokki vinnustaða með 10-29 starfsmenn en þar voru 118 vinnustaðir skráðir.
Sinfóníutónleikar náttúrunnar
/in frettir /by VikurskoliVið höfum sannarlega fundið fyrir því að vorið nálgast óðfluga. Kennarar nýta því tækifærið til að færa kennsluna út fyrir skólastofuna á góðum dögum. Nemendur í 5.-6. bekk ásamt Katrínu Waagfjörð kennara fóru í eina slíka kennslustund þar sem a.m.k 3 kennslugreinar voru samþættar, tónmennt, náttúrufræði og hreyfing. Á myndinni má sjá nemendur tylla sér niður í Hrapinu þar sem þau hlustuðu á einn þátt í sinfóníu náttúrunnar. Hafið og fýlinn léku stórt hlutverk.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is