Gjöf frá nemendum Mánalands
Nemendur á leikskólanum Mánalandi komu færandi hendi með glæsilegt glerlistaverk sem þau máluðu handa okkur í grunnskólanum. Takk fyrir krakkar á Mánalandi!
Nemendur á leikskólanum Mánalandi komu færandi hendi með glæsilegt glerlistaverk sem þau máluðu handa okkur í grunnskólanum. Takk fyrir krakkar á Mánalandi!
Dagana 16. og 17. apríl héldu nemendur í 8.-10.b á Hvolsvöll til að taka þátt í listasmiðjum á vegum Listalestar HÍ. Fyrir smiðjunum stóðu listkennslunemendur Listaháskóla Íslands, en árlega halda þeir listasmiðjur fyrir grunnskóla utan höfuðborgarsvæðisins með áherslu á samruna listgreina. Verkefnið Listalestin er unnið í samstarfi við List fyrir alla.
Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu og Hvolsskóli tóku einnig þátt í verkefninu og var nemendum skipt í sjö smiðjur þvert á skóla. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg og lauk formlega með listasýningu í Hvolnum á Hvolsvelli miðvikudaginn 17. apríl.
Skólakeppni Raddarinnar, upplestrarkeppni skólanna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auk Vestmannaeyja fór fram þann 11. apríl s.l. Það eru 7. bekkingar sem ár hvert æfa síg sérstaklega í upplestri og velja svo fulltrúa til að mæta á lokakeppni skólanna. Umsjón með æfingahluta verkefnisins hefur Þuríður Lilja Valtýsdóttir umsjónarkennari. Að þessu sinni fer lokakeppnin fram á Hellu 30. apríl n.k. Krakkarnir stóðu sig öll með prýði. Það verða þau Ingólfur Atlason og Diljá Mist Guðnadóttir sem munu lesa upp fyrir hönd skólans á lokakeppninni.
Fimmtudaginn 18. apríl keppir lið Víkurskóla í Skólahreysti.
Keppnin hefst klukkan 14:00 og er sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Áfram Víkurskóli!
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is