Upplestrarkeppnin 2025
Á dögunum var haldin upplestrarkeppni í Víkurskóla, en nemendur hafa í vetur unnið að því að undirbúa sig fyrir hana. Keppnin var jafnframt undankeppni fyrir Röddina, upplestrarkeppni skólanna í Rangárvallasýslu, V-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyja.
Í fyrstu umferð lásu nemendur brot úr Sögunni af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og í annarri og þriðju umferð lásu nemendur ljóð sem þau völdu sjálf.
Leikar fóru þannig að þau Hafdís Hanna og Bragi Þór munu keppa fyrir hönd Víkurskóla í Röddinni sem fer fram í Vestmannaeyjum þann 13. maí n.k.
Ísey Myrra verður varamaður.