Kaffihúskvöld
Nú styttist heldur betur í Kaffihúskvöldið okkar árlega, í tilefni af Degi íslenskrar tungu
This author has yet to write their bio.Meanwhile lets just say that we are proud kennari contributed a whooping 21 entries.
Nú styttist heldur betur í Kaffihúskvöldið okkar árlega, í tilefni af Degi íslenskrar tungu
Innan stundatöflu hjá 1. bekk er útinám alla fimmtudaga. Veðrið lék við okkur í dag og var verkefni dagsins að útbúa margfætlu úr haustlaufum. Eitt af meiginmarkmiðum útinámstíma er samvinna, vinátta og hjálpsemi og endum við alla tíma á frjálsum leik í skóginum. Myndirnar tala sínu máli.
Þann 3. september fóru nemendur og starfsfólk í berjaferð á Steigaraura sem eru vestan við Búrfell. Veðrið var frábært og fullt af berjum. Allir komu tilbaka berjabláir og með bros á vör. Við þökkum landeigendum kærlega fyrir að fá að fara á þennan fallega stað. Þennan dag hófst líka lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann. […]
Það var sannur heiður fyrir Víkurskóla að vera falið það hlutverk af hálfu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að opna viðburðinn Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025 og vera fámennasti skólinn hingað til sem hefur tekið þetta verkefni að sér. Hlaupið fór fram nú í morgun við bestu mögulega aðstæður, stillt og hlýtt veður. Allir árgangar skólans og starfsmenn […]
Víkurskóla var slitið með formlegum hætti 2. júní sl. Við skólaslit voru 66 nemendur skráðir í skólann. Tveir starfsmenn létu af störfum, þær Erla Þórey Ólafsdóttir kennari og Anna Birna Björnsdóttir stuðningsfulltrúi, Víkurskóli þakkar þeim fyrir góð störf og ánægjulega samfylgd.. Að þessu sinni útskrifuðust 7 nemendur úr 10. bekk, Víkurskóli óskar þeim innilega til […]
Einn af föstu póstum skólastarfsins er kaffihúskvöld Víkurskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Að þessu sinni kom Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og myndskreytir til okkar. Hún las úr bókum sínum en hún leggur áherslu á að semja bækur fyrir mismunandi áhugasvið barna enda eins og hún segir krakkarnir eiga líka að geta valið sér […]
Krakkarnir í 5.-6. bekk Víkurskóla ætla halda tombólu til styrktar Björgunarsveitinni í Vík
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
