Berjaferð – Göngum í skólann
Þann 3. september fóru nemendur og starfsfólk í berjaferð á Steigaraura sem eru vestan við Búrfell. Veðrið var frábært og fullt af berjum. Allir komu tilbaka berjabláir og með bros á vör. Við þökkum landeigendum kærlega fyrir að fá að fara á þennan fallega stað. Þennan dag hófst líka lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann. […]