About kennari
This author has yet to write their bio.Meanwhile lets just say that we are proud kennari contributed a whooping 26 entries.
Entries by kennari
Gjöf barst frá jólasveininum
December 17, 2025 in frettir, Uncategorized /by kennariVið urðum nú aldeilis hissa þegar Pósturinn í Öldunni hafði samband og sagði að við ættum pakka og bréf frá jólasveininum. Það kom á daginn að þessi pakki hafði ekki komið með póstbílnum heldur náðist á myndband úr öryggismyndavél þegar jólasveinninn kemur í eigin persónu að nóttu til inn í Ölduna og skilur pakkann eftir! […]
Jóladagskráin
November 25, 2025 in frettir /by kennariVið erum í rólegheitum að fikra okkur í áttina að aðventunni. Hér gefur að líta í viðhengi dagskrá yfir helstu viðburði fram að jólaleyfi. Yfirstandandi vika er helguð fyrst og fremst fræðslu um eldvarnir en við erum svo heppinn að Slökkviliðið okkar sinnir frábæru forvarnarstarfi hér í skólanum. Jóladagskrá 2025
Snjallvagninn
November 25, 2025 in frettir /by kennariÍ gær 23. nóvember fengum krakkarnir í 5.-10. bekk heimsókn frá Lalla töframanni sem ferðast um á Snjallvagninum. Snjallvagninn er fræðsluverkefni sem ferðast á milli grunnskóla út um allt land til að vekja nemendur til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Verkefnið er unnið af Insight og og Huawei í samstarfi við Heimili […]
Jólaþemasíðdegi 27. nóvember
November 25, 2025 in frettir /by kennariJólaþemasíðdegi Foreldrafélags Víkurskóla í samstarfi við Ungmennafélagið Kötlu og Nemendafélag Víkurskóla
Kaffihúskvöld
November 5, 2025 in frettir /by kennariNú styttist heldur betur í Kaffihúskvöldið okkar árlega, í tilefni af Degi íslenskrar tungu
Útinám
October 16, 2025 in frettir /by kennariInnan stundatöflu hjá 1. bekk er útinám alla fimmtudaga. Veðrið lék við okkur í dag og var verkefni dagsins að útbúa margfætlu úr haustlaufum. Eitt af meiginmarkmiðum útinámstíma er samvinna, vinátta og hjálpsemi og endum við alla tíma á frjálsum leik í skóginum. Myndirnar tala sínu máli.
Berjaferð – Göngum í skólann
September 4, 2025 in frettir /by kennariÞann 3. september fóru nemendur og starfsfólk í berjaferð á Steigaraura sem eru vestan við Búrfell. Veðrið var frábært og fullt af berjum. Allir komu tilbaka berjabláir og með bros á vör. Við þökkum landeigendum kærlega fyrir að fá að fara á þennan fallega stað. Þennan dag hófst líka lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann. […]
Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025 – Víkurskóli reið á vaðið 2. september
September 2, 2025 in frettir /by kennariÞað var sannur heiður fyrir Víkurskóla að vera falið það hlutverk af hálfu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að opna viðburðinn Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025 og vera fámennasti skólinn hingað til sem hefur tekið þetta verkefni að sér. Hlaupið fór fram nú í morgun við bestu mögulega aðstæður, stillt og hlýtt veður. Allir árgangar skólans og starfsmenn […]
Skólasetning
August 20, 2025 in frettir /by kennariHeimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is





