Göngum í skólann
Í Víkurskóla kemur hluti nemenda með skólabíl á morgnana og hafa því ekki tök á því að ganga í skólann eins og krakkarnir í þorpinu. En hann Egill Atlason hugsaði út fyrir kassann og lét sig ekki muna um að ganga í skólann frá heimili sínu að morgni 3. september sl! Þessi spotti er hvorki meira né minna en 10 kílómetrar. Aldeilis vel gert. Verkefnið Göngum í skólann stendur til 7. október. Við hvetjum nemendur og foreldra til að taka virkan þátt í þessu skemmtilega verkefni. Í skólanum bætum við við 20 mínútna hreyfingu þrisvar í viku.