Nemendasjóður fær peningagjöf.
/in frettir /by VikurskoliEinn af velunnurum Víkurskóla hún Guðný Guðnadóttir kom færandi hendi í morgun og færði ferðasjóði nemenda peningagjöf eins og hún hefur gert í mörg ár. Tilefni gjafarinnar og skilyrði er að nemendur Víkurskóla séu reyklausir og noti hvorki tóbak né munntóbak. Guðný ávarpaði nemendur í 5.-7. bekk og hvatti þau til að neita aldrei tóbaks. Hún sagði þeim m.a. frá því að hún sjálf leggi ávallt fyrir andvirði þess sem hún myndi nota í tóbak ef hún neytti þess og peningana hefur hún notað til ferðast fyrir og jafnvel boðið einhverjum með sér í slíkar ferðir. Guðný er nemendum Víkurskóla góð fyrirmynd og skólinn er henni þakklátur fyrir hennar gjafmildi. Guðný færði skólanum jafnframt leiserbendill að gjöf. Það voru fulltrúar nemendaráðs í hópnum sem veittu gjöfunum viðtöku.
Bátaverkefni 1.-2. bekkjar.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.-2. bekk unnu samþætta lokaverkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Markmið verkefnisins var ma. að kynna nemendum sögu Skaftfellings og siglingar hans til Víkur farmurinn var margvíslegur en m.a. nýlenduvörur. Nemendur fræddust um að áður fyrr komu vörurnar á vorin með skipi en í dag getum við fengið vörur með flutningabílum daglega. Nemendur hönnuðu sína eigin báta og þeir voru ,,sjósettir’’ á læknum við tjaldstæðið í Vík, farmurinn var ekki hveiti og rúgur heldur var að þessu sinni notast við Cherrios. Skemmtileg samþætting námsgreina og nemendur voru margs vísari og nutu sín við að fleyta bátunum á læknum.
Fleiri Myndir.
Gleðigjafar heimsóttu íbúa Hjallatúns.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í 1.-4. bekk fóru í veðurblíðunni núna í maí í heimsókn til íbúa á Hjallatúni og sungu fyrir þá ýmis falleg vorlög undir stjórn Margrétar Steinunnar Guðjónsdóttur. Heimsóknir barna í Víkurskóla m.a. á Hjallatún eru fastur liður í skólastarfinu og hafa þann tilgang að gleðja aðra og styrkja böndin við nærsamfélagið. Eins og alltaf var tekið afar vel á móti krökkunum og þau voru leyst út með veitingum.
Víkurskóli tók þátt í Skólahreysti 2021.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóli tók þátt í Skólahreysti á ný eftir 3 ára hlé. Keppendur Víkurskóla voru þau Egill Atlason, Arnfríður Mára Þráinsdóttir, Auðunn Adam Vigfússon og Urður Ósk Árnadóttir. Varmenn voru klárir, þau Karl Anders Þórólfur Karlsson og Jóhanna Ellen Einarsdóttir. Liðstjórar voru þær Daria Borkowska og Victoria Reinholdsdóttir. Þetta var í 7. skipti sem skólinn tekur þátt í þessari frábæru keppni. Krakkarnir hafa stundað æfingar af kappi í allan vetur, þau stóðu sig vel og slógu skólamet í dýfum og hreystigreip. Að þessu sinni var ekki í boði að senda stuðningsmannalið með en keppnin var í beinni útsendingu og mikill spenningur var hjá samnemendum og fjölskyldum krakkana að fylgjast með. Eitt af markmiðum heilsustefnu Víkurskóla er að skólinn taki þátt í þessu viðburði.
Listasýning 3.-4. bekkjar.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í 3.-4. bekk unnu skemmtilegt samþætt verkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Krakkarnir útbjuggu fugla, sömdu vorljóð og ræktuðu blóm sem þau gróðursettu í blómapottum sem þau útbjuggu sjálf. Krakkarnir settu svo upp listasýningu á sal og buðu gestum að koma á opnunina. Sannarlega skemmtilegt verkefni hjá krökkunum.
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is