Kaffihúskvöldi Víkurskóla sem vera átti fimmtudaginn 18. nóvember n.k. er frestað um óákveðinn tíma vegna hertra samkomutakmarkana.
Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði.
/in frettir /by VikurskoliDagana 18. – 22. október fóru nemendur í 6. og 7. bekk í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þar er markmið m.a. að auka samstöðu og efla samvinnu og sjálfstæði nemanda. Yfir daginn tóku þau þátt í fjölbreyttri dagskrá á vegum skólabúðanna svo sem heimsókn á Byggðarsafnið, náttúrufræði, fjöruferð, íþróttum og skemmtilegum leikjum. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem nemendur voru með ýmis skemmtiatriði. Hópurinn okkar tók þátt í hárgreiðslukeppni og sigraði hana með glæsibrag. Allir nemendurnir voru til fyrirmyndar í framkomu og námi, eignuðust góða vini og voru verulega ánægðir með dvölina.
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is