Aðventan í Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliAðventan hefur liðið hratt hjá okkur í Víkurskóla. Margir skemmtilegi,r litlir viðburðir til þess að lita tilveruna. Vasaljósaferð og leikir á Syngjandanum, heimsókn í Víkurkirju og söngstundir með Brian Haroldsson. Við höfum líka fengið gesti í húsið, Slökkviliðið kom í heimsókn til 3.-4. bekkjar og svo má ekki gleyma stórskemmtilegri heimsókn Sævars Helga Bragasonar rithöfundar og stjörnuskoðunarsérfræðíngs. Hér fylgir með mynd af nemendum í 1.-6. bekk sem heimsóttu íbúa á Hjallatúni og sungu af hjartans lyst fyrir þá. Aðventan er tími til að gleðjast og gleðja aðra. Nemendur eru nú að keppast við að undirbúa Litlu-jólin sem verða þriðjudaginn 17. desember n.k.
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is