About Vikurskoli
This author has yet to write their bio.Meanwhile lets just say that we are proud Vikurskoli contributed a whooping 149 entries.
Entries by Vikurskoli
Drangamix – morgunverðarhittingur
April 8, 2025 in frettir /by VikurskoliÁ dögunum héldum við morgunverðaboð í skólanum okkar, þar sem nemendur fengu tækifæri til að kynna verkefni sín um Ísland fyrir foreldrum. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og sýndu bæði þekkingu og metnað í sínum kynningum. Að lokinni kynningu settust allir saman við kaffiborð, þar sem foreldrar höfðu lagt til veitingar í anda pálínuboðs. […]
Skólapeysur
April 8, 2025 in frettir /by VikurskoliNemendur á elsta stigi Víkurskóla tóku valáfanga sem hét Fjáröflun. Hlutverk nemenda var að koma með hugmyndir að fjáröflunum, skipuleggja hlutverk hvers og eins, framkvæmd fjáröflunarinnar og utanumhald fjármála. Elstu nemendur skólans komu með þá hugmynd að safna fyrir skólapeysum. Krakkarnir skipulögðu fjáröflunina þau héldu hnallþóruhappdrætti og slógu hvergi af í baksturshæfileikum. Vinningshafar voru afar […]
Skíðaferð í Bláfjöll
April 8, 2025 in frettir /by VikurskoliÞann 15. mars s.l. fóru nemendur í 6.-8. bekk í skíðaferð í Bláfjöll. Að venju var mikil spenna í kringum ferðina en hún gekk mjög vel og krakkarnir nutu þess að renna sér í brekkunum. Á leiðinni heim stoppuðum við í pizzaveislu á Gallerý Pizza á Hvolsvelli og voru allir komnir til síns heima fyrir […]
Nemendur í 4. – 6. bekk kanna undur himingeimsins í Drangamixi
April 8, 2025 in frettir /by VikurskoliSíðustu vikur hafa nemendur í 4. – 6. bekk dýft sér í undur himingeimsins á fjölbreyttan og skapandi hátt. Verkefnið hefur vakið mikla forvitni og sköpunargleði meðal nemenda, sem hafa rannsakað ótal spennandi atriði um geiminn. Nemendur hafa aflað sér fróðleiks um sólkerfið okkar, reikistjörnurnar og stjörnumerkin. Einnig hafa þau búið til eigin geimverur sem […]
Gjöf frá Kvenfélagi Dyrhólahrepps
April 8, 2025 in frettir /by VikurskoliKvenfélag Dyrhólahrepps færði Nemendasjóði Víkurskóla 180.000 krónur nú á dögunum. Gjöfin er ágóði af árlegum kökubasar félagsins og ætluð til styrktar árshátíðarverkefni Víkurskóla sem að þessu sinni er Kardemommubærinn. Nemendur og starfsfólk skólans þakka kvenfélaginu kærlega fyrir gjöfina.
Heimsókn RÚV til 7.- 8.bekkjar
April 8, 2025 in frettir /by VikurskoliFyrr í vetur sendu nemendur 7.-8. bekkjar erindi til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps. Erindið var þess efnis að sparkvöllurinn á skólalóðinni væri farinn að láta á sjá og þarfnaðist viðhalds, og vildu krakkarnir athuga hvort sveitarstjórnin væri tilbúin að leggja til þann kostnað sem þyrfti til að koma honum í stand. Erindið vakti áhuga hjá fréttastofu RÚV […]
Samþættingarverkefni varðandi umhverfið
April 8, 2025 in frettir /by VikurskoliNemendur í 2. og 3. bekk eru undanfarið búnir að vera að vinna að þematengdu samþættingarverkefni varðandi umhverfið, sjálfbærni og mengun og rusl í umhverfinu. Rætt var um skaðsemi plasts í umhverfinu og hvernig við viljum ganga um náttúruna, farið var í ruslatínsluferðir um nágrennið, ruslið flokkað, vigtað og farið með það í endurvinnslu. Tekið […]
Dagur stærðfræðinnar – Sköpun og samvinna í anda tölunnar pí
April 8, 2025 in frettir /by VikurskoliÞann 14. mars var haldið upp á Dag stærðfræðinnar í grunnskólanum okkar. Dagsetningin er engin tilviljun, en 14.3. vísar til tölunnar π (pí) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar. Að þessu sinni var þema dagsins „Stærðfræði, listir og sköpun“. Allir nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum þar sem unnið var í blönduðum […]
Árshátíð 2025
March 27, 2025 in frettir /by VikurskoliHeimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is