Dagur stærðfræðinnar – Sköpun og samvinna í anda tölunnar pí
Þann 14. mars var haldið upp á Dag stærðfræðinnar í grunnskólanum okkar. Dagsetningin er engin tilviljun, en 14.3. vísar til tölunnar π (pí) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar. Að þessu sinni var þema dagsins „Stærðfræði, listir og sköpun“. Allir nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum þar sem unnið var í blönduðum […]