Dagur íslenskrar tungu
Að venju var Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Víkurskóla. Nemendur og starfsfólk stóðu fyrir skemmtun sem kölluð er Kaffihúskvöld Víkurskóla en það er jafnframt fjáröflun fyrir Ferðasjóð nemenda. Að þessu sinn sáu nemendur alfarið um skemmtiatriði með aðstoð kennara og starfsmanna. Nemendur sáu líka um að baka og gera glæsilegt veisluborð fyrir gesti kvöldsins. […]